mentor 1

postur 1

skoladagatal 1

SMT

Gamli tíminn

Komdu og skoðaðu land og þjóð er námsefni sem nemendur í 2. bekk eru að kynna sér og læra um. Þeir eru búin að fara í bæjarferð og skoða helstu byggingar í miðborg Reykjavíkur. Nemendur fóru einnig í heimsókn á Alþingi. Í þessari viku var ákveðið að vera með „gamal dags kennsludag“ en sú hugmynd kom frá einum nemenda árgangsins. Nemendur sátu í þremur röðum – glugga-, mið- og dyraröð. 

Þegar skólastjórinn kom í heimsókn stóðu allir upp, kennararnir voru með kennaraprik og verkefni dagsins voru úr gömlum kennslubókum. Mörg börn klæddu sig upp í tilefni dagsins og voru nestuð með „gamaldags nesti“. Þetta var erfiður en skemmtilegur dagur og er komin fram ósk um að gera þetta aftur í 3. bekk.

Myndir

 

gamlitiminn

Lesa >>


Val 2017-2018

Nú ætti valblað að hafa borist öllum nemendum í 7.- 9. bekk á það tölvupóstfang sem þau eiga í skólanum. Hægt er að nálgast það með þessum hætti:


1. Fara á office.com
2. Skrolla aðeins niður og velja Mail
3. Velja vinnu eða skólareikning
4. Skrá sig inn með sama notendanafni  og í skólatölvurnar(nema hafa @rvkskolar á eftir í notendanafni) og sama lykilorði


Í pósthólfinu á þá að vera póstur með link sem nemendur fara inná og velja þau valfög óskað er eftir. Númer 1 er það valfag sem óskað er helst eftir og svo koll af kolli.

Upplýsingar um valið er á finna undir tenglinum Nám - Námsval

Gangi ykkur vel.

 

Lesa >>Hlíðaskólapeysur

Hlíðaskólapeysur! Flottir litir - Æðislegar í vorveðrinu 

10. bekkur er að selja hettupeysur til að safna fyrir útskriftarferð.

Peysurnar eru með flottu Hlíðaskólamerki aftan á og hægt er að velja um dökkrauða (burgndy) og dökkbláa (navy blue). Þær eru heilar (ekki renndar) en með vösum framan á. 
Vinsamlegast sendið pöntun á Sólveigu (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) eða Þóru (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) fyrir 4. apríl.  

Í póstinum þarf að koma fram nafn barns, bekkur barns og stærð auk símanúmers eða tölvupóstfang foreldris. 

Hægt verður að máta peysurnar á morgun föstudaginn 24. mars milli kl. 14:30-16:30. 

Verð 4.500 peysan.

Lesa >>


Upplestrarkeppnin 2017

Í gær, 14. mars, voru nemendur úr 7. bekk valdir til að keppa í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fer í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar 28. mars. Þriggja manna dómnefnd valdi tvo aðalfulltrúa og tvo varamenn. Í dómnefnd voru Anna Flosadóttir, myndmenntakennari, Unnur Hjaltadóttir, skólasafnskennari og Hjörvar, kennaranemi. Fulltrúar Hlíðaskóla eru Benedikt Jens Magnússon og Dúna Pálsdóttir, varmenn eru Elísa Huld Stefánsdóttir og Sverrir Ingi Ingibergsson. Alls voru sjö nemendur sem tóku þátt og stóðu þau sig öll með prýði og var val dómnefndar ekki auðvelt. Við óskum þeim til hamingju og óskum fulltrúum skólans góðs gengis í lokakeppninni.

IMG 4336 COLLAGE  IMG 4401

Lesa >>