mentor 1

postur 1

skoladagatal 1

SMT

Jólin hans Hallgríms

3. bekkur fór í Hallgrímskirkju á aðventunni að skoða sýninguna "Jólin hans Hallgríms litla". Þar var gömlu jólunum gerð skil, eins og þau voru þegar Hallgrímur Pétursson var lítill strákur á 17. öldinni. Börnin fengu síðan að skoða baðstofu sem var gerð á pallinum fyrir aftan orgelið í kirkjunni. Þar máttu þau leika sér að leggjum og skeljum eins og Hallgrímur gerði fyrir 400 árum.

 

Hallgrimur

Lesa >>


Jólaböll í Hlíðaskóla

Mánudagur 19. desember
Jólaball í unglingadeild 8. - 10. bekkur frá 19:30 - 21:30

Þriðjudagurinn 20. desember
Jólaböll í 1. - 7. bekk

4. - 7. bekkur kl. 10:00 - 11:00
1. - 3. bekkur kl. 11:30 - 13:00

 

ellý

Lesa >>


Góður gestur

Í dag fengu nemendur í 3. - 7. bekk góðan gest - Ævar vísindamann/rithöfund/leikara. Ævar las upp úr nýju bókinni sinni "Þín eigin hrollvekja", sem er þriðja bókin í Þín eigin - bókaflokknum. Auk þess að lesa upp úr bókinni, þá færði hann skólasafninu veggspjöld og bókamerki að gjöf, sem mun án efa gleðja nemendur. 

IMG 39731 COLLAGE

Lesa >>


Aðventuhátíð 2016

Fimmtudaginn 8. desember var hin árlega aðventuhátíð Hlíðaskóla. Nemendur skreyttu stofur, hurðir og undirbjuggu þrautir og leiki. Eftir að nemendur höfðu gætt sér á kakó og smákökur í nestistímanum eftir hann fóru þeir í heimsókn í aðrar stofur og tóku þátt í leikjum og öðru sem boðið var upp á. Andlitsmálun var mjög vinsæl og nemendur í 1. bekk voru mjög spenntir yfir að fá að "skoða" unglingana og þeirra stofur.

Myndir frá aðventuhátíðinni

 

adventa 2016

Lesa >>


Dagur íslenskrar tungu 2016

Í tilefni Dags íslenskrar tungu kynntu eldri nemendur þeim yngri, bækur sem þeir voru ánægðir með að afloknum lestrarspretti. Í kjölfarið hafa svo bækurnar lánast áberandi meira en venja er.

Kynnarnir eru Þorvaldur í 7.SJO, Ólína í 6.HS, Magnús og Fía í 4.HLE, Birna og Kristján í 3.ÁSÞ og Guðrún, Heiða og Þorgeir í 3.KO. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir glæsilegar kynningar.

 

Dagurislenskratungu

Lesa >>