mentor 1

postur 1

skoladagatal 1

SMT

Hlíðaskólapeysur

Hlíðaskólapeysur! Flottir litir - Æðislegar í vorveðrinu 

10. bekkur er að selja hettupeysur til að safna fyrir útskriftarferð.

Peysurnar eru með flottu Hlíðaskólamerki aftan á og hægt er að velja um dökkrauða (burgndy) og dökkbláa (navy blue). Þær eru heilar (ekki renndar) en með vösum framan á. 
Vinsamlegast sendið pöntun á Sólveigu (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) eða Þóru (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) fyrir 4. apríl.  

Í póstinum þarf að koma fram nafn barns, bekkur barns og stærð auk símanúmers eða tölvupóstfang foreldris. 

Hægt verður að máta peysurnar á morgun föstudaginn 24. mars milli kl. 14:30-16:30. 

Verð 4.500 peysan.

Lesa >>


Upplestrarkeppnin 2017

Í gær, 14. mars, voru nemendur úr 7. bekk valdir til að keppa í Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fer í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar 28. mars. Þriggja manna dómnefnd valdi tvo aðalfulltrúa og tvo varamenn. Í dómnefnd voru Anna Flosadóttir, myndmenntakennari, Unnur Hjaltadóttir, skólasafnskennari og Hjörvar, kennaranemi. Fulltrúar Hlíðaskóla eru Benedikt Jens Magnússon og Dúna Pálsdóttir, varmenn eru Elísa Huld Stefánsdóttir og Sverrir Ingi Ingibergsson. Alls voru sjö nemendur sem tóku þátt og stóðu þau sig öll með prýði og var val dómnefndar ekki auðvelt. Við óskum þeim til hamingju og óskum fulltrúum skólans góðs gengis í lokakeppninni.

IMG 4336 COLLAGE  IMG 4401

Lesa >>


Öskudagur

Á öskudaginn gerðu nemendur og starfsmenn Hlíðaskóla sér glaðan dag. Nemendur völdu sér stöðvar þar sem boðið var upp andlitsmálningu, "sing a long", forritun, myndatöku og margt, margt fleira. Hér er má finna myndir frá deginum.

2017 0301 oskudagur 073

Lesa >>


Kransakaka

Kransakaka

Nemendur í 8. bekk æfðu sig í  kransakökugerð fyrir væntanlegar fermingar. Hér má sjá afrakstur - þessi fína Rice Krispies kransakaka.

Lesa >>


Strákurinn í kjólnum

Strákurinn í kjólnum

Nemendur í 4. bekk hafa verið að lesa bókina “ Strákurinn í kjólnum“ eftir David Walliams. Krökkunum fannst hún ótrúlega skemmtileg og sl. föstudag, fengu þau að horfa á myndina. Stráknum í sögunni fannst svo ósanngjarnt að stelpur hefðu einkarétt á því að vera í kjólum. Þá kom upp sú hugmynd að hafa dag þar sem allir (þeir sem vilja) komi í kjólum. 

Lesa >>