mentor 1

postur 1

skoladagatal 1

SMT

Fréttir

Öskudagur og vetrarfrí

Miðvikudaginn 14. febrúar er öskudagur í Hlíðaskóla. Nemendur mæta á hefðbundnum tíma í skólann, gjarnan furðulegir til fara, og eiga skemmtilegar stundir hér saman til kl. 12. Eftir hádegismat er nemendum frjálst að fara heim. Nemendur í 1.-4. bekk sem eru skráðir í Eldflaug/Tungl fara þangað að skóla loknum. Sund fellur niður á öskudag.

ljón

Dagana 15. og 16. febrúar er vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Skólastarf hefst að nýju mánudaginn 19. febrúar samkvæmt stundaskrá.

Lesa >>


Fyrsta sundferð hjá 1. bekk

Á þrðjudaginn fór 1. bekkur í sína fyrstu sundferð á vegum skólans. Í meðfylgjandi tenglum má sjá myndir af hópunum.

1._BB_sund_30.01.2018.pdf

1._RG_sund_30.01.2018.pdf

Lesa >>


Dagur stærðfræðinnar

Fimmtudaginn 1. febrúar hittust vinabekkirnir 3. og 7. bekkur til að vinna saman í stærðfræði, en í dag 2. febrúar er einmitt dagur stærðfræðinnar. Hver og einn vann á sínum stað í sínu efni, en gaman var samt að sjá nemendur hjálpast að milli árganga og forvitnast um hvað vinabekkurinn væri að vinna. Almenn ánægja var með uppákomuna sem bæði nemendur og kennarar hlakka til að endurtaka fljótlega.

staerdfraedidagur

Lesa >>


Forritun í janúar

Janúar er mánuður forritunar á yngsta stigi. Nemendur æfa sig í gegnum leiki en markmiðið er að efla rökvísi, sköpunargáfu og kenna lausnaleit.

Hér má sjá nemendur sem voru svo niðursokknir í leiknum Tynker að þeir gáfu sér ekki tíma til að líta upp í myndatöku.

forritun 2

Lesa >>


Jólaskógur

Jólaskógur

Allir árgangar hafa nú heimsótt skólaskóginn okkar í Öskjuhlíðinni. Jólaskógarferðirnar hafa gengið vel og mikil ánægja með þær meðal kennara og nemenda.

Lesa >>