mentor 1

postur 1

skoladagatal 1

SMT

Fréttir

Frumsýning

Söngleikur unglingadeildar Hlíðaskóla: "Lífið Trylltur Dans" var frumsýndur í Hlíðaskóla í gærkvöld fyrir fullu húsi gesta. Sýningunni var tekið með miklum fögnuði og sýndu nemendur 
stórkostleg tilþrif og leikgleði. Næsta sýning verður í kvöld þriðjudaginn 17. april og enn eru eftir miðar sem verða seldir við innganginn.

Næstu sýningar verða 

mán. 23.4
þri.    24.4

Síðasta sýninginn verður síðan fimmtudaginn 

26.4

Miðapantanir eru á skrifstofu skólans og einnig eru miðar seldir við innganginn

Hér er linkur á fleiri myndir myndasafn söngleikur

frumsýning

Lesa >>


"Lífið trylltur dans"

Nú eru að hefjast sýningar á söngleik unglingadeildar "Lífið trylltur dans"
Eftir þrotlausa vinnu um sjötíu ungmenna í 8., 9., og 10. bekk er verkið nú tilbúið til sýningar og verður frumsýnt mánudaginn 16. apríl.
Uppselt er á frumsýningu en aðrar sýningar verða:

Þriðjudaginn 17.apríl kl. 19.30

Mánudaginn 23. apríl kl. 19.30

Þriðjudaginn 24.apríl kl. 19.30

Fimmtudaginn 26.apríl kl. 19.30

Miðapantanir eru teknar á skrifstofu skólans í síma 5525080

söngleikur

Lesa >>


Frábær árangur

Ólafur Steinar Ragnarsson nemandi í 8. HG var í 3. sæti í stæðrfræðikeppni grunnskólanema sem var haldin í Menntaskólanum í Reykjavík í mars. Við óskum honum innilega til hamingju með frábæran árangur.

ólafur

Lesa >>


Páskar

Ágætu nemendur og foreldrar.

Skólinn vill vinsamlegast minna á að skv. skóladagatali er

föstudagurinn 23. mars síðasti kennsludagur fyrir páskaleyfi

sem stendur yfir til og með 2. apríl.

Kennsla hefst skv. stundaskrá 3. apríl.

Starfsfólk óskar ykkur gleðilegra páska.

Lesa >>


Bikarinn kominn heim

Nemendur 5. 6. og 7. bekkja skólans gerðu góða ferð á Skólaleika Vals sem fram fóru í Valsheimilinu í dag. Þrír skólar tókust á þ.e. auk Hlíðaskóla, Austurbæjarskóli og Háteigsskóli. Leikarnir voru spennandi og skemmtilegir.

Auk keppni í fjölmörgum greinum s.s. boðhlaupi, körfubolta og reipitogi var keppt um öflugustu og bestu stuðningsmenn síns liðs.

Til að gera langa sögu stutta báru nemendur skólans sigur úr býtum samanlagðri greinakeppninni og kórónuðu glæsilega frammistöðu sína með því að vera valdir bestu áhorfendur og stuðningshópurinn á Skólaleikjunum.

Frábær árangur og frammistaða!

Áfram Hlíðaskóli!!

Keppnin

Bikarinn

Lesa >>