mentor 1

postur 1

skoladagatal 1

SMT

Velkomin á heimasíðu Hlíðaskóla

Íslenskuverðlaun

16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, fengu þrjár stúlkur í Hlíðaskóla afhenda viðurkenningu í Norðurljósasal Hörpu. Þær voru tilnefndar af skólanum til íslenskuverðlauna unga fólksins en allar hafa þær, hver á sinn hátt, gott vald á íslensku. Þetta eru þær Elva Dögg Sveinsdóttir 9.bekk, Hanna Nyogen Nyogen 6.bekk og Gerður María Sveinsdóttir 4. bekk. Við óskum þeim innilega til hamingju.

dagur ísl

Lesa >>


7. bekkur á Reykjum

20171107 193743

Síðastliðinn mánudag lagði 7. bekkur af stað í skólabúðirnar í Reykjaskóla. Ferðin norður gekk vel, Vesturbæjarskóli mætti á svæðið skömmu síðar og Hrútafjörðurinn tók vel á móti öllum hópnum.

Dagskrá búðanna er skemmtileg og eru krakkarnir búnir að fara í íþróttir, náttúrufræði og heimsókn á byggðasafnið, svo fátt eitt sé nefnt. Frjálsi tíminn er alltaf vinsæll, en þá geta krakkarnir meðal annars farið í sund, spilað borðtennis í Bjarnaborg eða dundað sér á setustofunni. Stór hópur var m.a.s. í lengri tíma í fótbolta úti á túni í frjálsa tímanum og lét snjókomu og kulda ekkert stoppa sig. Ýmsir skelltu sér í heimsókn í fjöruna og fundu þar alls kyns sjávardýr og fínerí. Einnig myndaðist óvæntur sirkushópur í anddyrinu þar sem nemendur sýndu listir sínar með húllahringjum og fimleikaæfingum.

Nemendur sáu sjálfir um kvöldvöku þriðjudagsins og slógu þar algjörlega í gegn með hverju snilldaratriðinu á fætur öðru og sýndu mikla hæfileika og kjark. Starfsfólk búðanna talaði sérstaklega um að þetta hefði verið einstaklega vel heppnuð kvöldvaka, bæði hjá þeim sem stigu á svið og eins hefði áhorfendahópurinn verið frábær.

Fjörið heldur áfram fram á föstudag en þá verður hoppað aftur upp í rútu og haldið heim á leið.

Lesa >>


Söngleikir - sýningar

IMG 1126

Næstkomandi miðvikudag hefjast sýningar á söngleikjum í 2.-7. bekk. Allar sýningar hefjast kl. 17:30.

Dagskráin verður sem hér segir:

Miðvikudaginn 8. nóvember: 2. ASR                      

Fimmtudaginn 9. nóvember: 2. RÓ 

Mánudaginn 13. nóvember: 2. BG

Þriðjudaginn 14. nóvermber: 3. HH

Miðvikudaginn 15. nóvember: 3. LBG

Fimmtudaginn 16. nóvember: 3. GHS

Mánudaginn 20. nóvember: 4. ÁSÞ

Þriðjudaginn 21. nóvember: 4. KO

Miðvikudaginn 22. nóvember: 5. FBÓ

Fimmtudaginn 23. nóvember: 5. HLE

Mánudaginn 27. nóvember: 6. AS

Þriðjudaginn 28. nóvember: 6. SS

Miðvikudaginn 29. nóvember: 7. Z

Fimmtudaginn 30. nóvember: 7. X 

Góða skemmtun 😀

 

 

Lesa >>


Starfsdagur og foreldraviðtöl

Næstkomandi föstudag, 3. nóvember er starfsdagur í Hlíðaskóla og fellur öll kennsla niður þann dag. Þriðjudaginn 7. nóvember verða svo foreldraviðtöl þar sem nemendur mæta með foreldrum/forráðamanni í viðtal. Skráning í viðtal fer fram í gegnum mentor. Sjá leiðbeiningar í link. https://www.youtube.com/watch?v=mEFYnJhJAsM

foreldradagur

Lesa >>


Heimsókn í vísindasmiðjuna

 

Í dag fór 5. bekkur í heimsókn í vísindasmiðjuna.  Nemendur kynntust bæði efnafræði og eðlisfræði og sáu margt athyglisvert. Skemmtileg heimsókn og nemendur mjög áhugasamir.

vísindasmiðja

Lesa >>