mentor 1

postur 1

skoladagatal 1

SMT

Haustfundir

Á næstunni verða haldnir haustfundir í Hlíðaskóla þar sem foreldrar fá kynningu á starfi vetrarins. Foreldrar mæta í umsjónarstofur sinna barna þar sem umjónarkennarar taka á móti þeim.

Nemendur í 2.-8. bekk verða í listasmiðju á meðan fundirnir standa yfir, en 9. og 10. bekkur fá frí þennan morgun frá 8:30-10:10.

Haustfundir verða sem hér segir:

2. bekkur: föstudaginn 15. september kl. 10:10 (stofur 103/104/204/)

3. bekkur: þriðjudaginn 19. september kl. 12:20 (stofur201/202/203)

4. bekkur: miðvikudaginn 13. september kl. 12:20 (stofur 207/208)

5. bekkur: Þriðjudaginn 19. september kl. 10:10 (Stofur 227/228)

6. bekkur: Þriðjudaginn 19. september kl. 8:30 (stofur 105/119)

7. bekkur: miðvikudaginn 13. september kl. 8:30 (Stofur 205)

8. 9. og 10. bekkur: fimmtudaginn 14. september kl. 8:30 (8.b stofa 230, 9. b stofa 128, 10.b stofa 124)

Hlökkum til að sjá ykkur!

Lesa >>Skólasetning í Hlíðaskóla

Hlíðaskóli verður settur þriðjudaginn 22.ágúst.

Nemendur mæti til skólasetningar á sal skólans sem hér segir

10. bekkur kl. 8:30

9. bekkur kl. 9:00

8. bekkur kl. 9:30

7. bekkur kl. 10:00

6. bekkur kl. 10:30

5. bekkur kl. 11:00

4. bekkur kl. 11:30

3. bekkur kl. 12:00

2. bekkur kl. 12:30

 

Eftir setningarathöfn í sal fara nemendur í stofur með kennurum sínum og fá stundaskrá og aðrar upplýsingar um skólastarfið.

Kennsla í 2. - 10. bekk hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 23. ágúst.

Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir bréfleiðis til viðtals með foreldrum sínum. Gert er ráð fyrir að kennsla hjá þeim hefjist skv. stundaskrá fimmtudaginn 24. ágúst.

Foreldrar eru velkomnir með börnum sínum á skólasetninguna.

Lesa >>


Bókaverðlaun barnanna

Árlega tilnefna börn á aldrinum 6 - 15 ára bestu barnabækur ársins. Í ár hlutu Dagbók Kidda klaufa - hundaheppni eftir Jeff Kinney og Pabbi prófessor eftir Gunnar Helgason bókaverðlaun barnanna. Öll börn sem taka þátt í valinu lenda í potti sem dregið er úr og hlutu tveir nemendur Hlíðaskóla bókaverðlaun að þessu sinni. Þetta voru Höskuldur Tinni í 4. BB og Álfrún Vala í 3. ÁSÞ -  til hamingju krakkar.

bokaverdlaun1  bokaverdlaun2

 

Lesa >>


Gamli tíminn

Komdu og skoðaðu land og þjóð er námsefni sem nemendur í 2. bekk eru að kynna sér og læra um. Þeir eru búin að fara í bæjarferð og skoða helstu byggingar í miðborg Reykjavíkur. Nemendur fóru einnig í heimsókn á Alþingi. Í þessari viku var ákveðið að vera með „gamal dags kennsludag“ en sú hugmynd kom frá einum nemenda árgangsins. Nemendur sátu í þremur röðum – glugga-, mið- og dyraröð. 

Þegar skólastjórinn kom í heimsókn stóðu allir upp, kennararnir voru með kennaraprik og verkefni dagsins voru úr gömlum kennslubókum. Mörg börn klæddu sig upp í tilefni dagsins og voru nestuð með „gamaldags nesti“. Þetta var erfiður en skemmtilegur dagur og er komin fram ósk um að gera þetta aftur í 3. bekk.

Myndir

 

gamlitiminn

Lesa >>