mentor 1

postur 1

SMT

skoladagatal 1

Forsíða

Skólaleikar Vals

Í gær fimmtudag, voru haldnir Skólaleikar Vals þar sem Hlíðaskóli, Háteigsskóli og Austurbæjarskóli öttu kappi. Það er skemmst frá því að segja að Hlíðaskóli fór með sigur af hólmi í íþróttakeppninni. Háteitsskóli vann titilinn besta stuðningsliðið. Við óskum nemendum á miðstigi ásamt íþróttakennurum og umsjónarkennurum til hamingju með sigurinn.

skólal

Lesa >>


Lastrarátak Ævars

Tilkynning barst til skólans frá Ævari vísindamanni um að búið væri að draga í síðasta lestrarátaki hans og ljóst  að met var slegið í lestri bóka þetta árið. Samtals lásu íslenskir krakkar 91.734 bækur á tveimur mánuðum, en foreldrar þeirra 5.904 bækur. Þetta þýðir að á fimm árum hafa verið lesnar tæplega 330.000 bækur í lestrarátaki Ævars vísindamanns!

Hér í Hlíðaskóla voru lesnar á síðustu tveimur mánuðum 1164 bækur á yngsta- og miðstigi. Í sérhverjum skóla sem tók þátt í lestrarátakinu var einn nemandi dreginn út og mun hljóta áritaða nýju bókina hans Ævars; Óvænt endalok en hún kemur út í júní.

Heppni nemandinn okkar er Þorsteinn Ari Þorsteinsson í 6. HLE.

ÆVAR

 

 

Lesa >>


Upplestrarkeppnin í 7. bekk

Í morgun fór fram upplestarkeppni 7. bekkjar á bókasafni skólans. Tíu  nemendur lásu texta úr barnabók ásamt völdu ljóði. Fulltrúar Hlíðaskóla 2019 í stóru upplestrarkeppninni sem haldin veður í Ráðhúsi Reykjavíkur verða þær Hildur Eva Einarsdóttir, Lára Rún Pétursdóttir.  Mikael Aron Árnason veður varamaður. Óskum þeim til hamingju með árangurinn

upplk

Lesa >>


Útgáfuhóf

Í janúar fóru nemendur  4. bekk á sýningu Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur, Barnabókaflóðið, í Norræna húsinu. Á sýningunni útbjuggu krakkarnir söguhetjur. Þegar í skólann var komið hófu þau með kennurum sínum ritun á sögu í anda Ævars vísindamanns, Þín eigin skólasaga. Sagan er í raun þrjár sögur sem allar hefjast eins en þróast svo í allar áttir. 

Vinnan hefur sannarlega undið upp á sig, Linda kenndi krökkunum í tölvutímum að hanna forsíður, þannig að hvert eintak bókarinnar verður með einstaka forsíðu. 

Vinnunni lauk  formlega í dag,  7.mars með útgáfu og upplestri úr bókunum. Ævar vísindamaður, Kristín Ragna og Telma Rós sem tók á móti krökkunum í Norræna húsinu  mættu á upplesturinn og fögnuðu útgáfunni með börnunum og fengu í lokin að handrit að gjöf. Eins og í öllum flottum útgáfuhófum var boðið upp á veitingar í loknin.

Við óskum nemendum og kennurum í 4. bekk til hamingju með þetta flotta verkefni. 

 

4b6

4b5

Lesa >>


Vetrarleyfi

Mánudaginn 25. og 26. febrúar veður vetrarleyfi í grunnskólum Reykjavíkur. Skóli hefst aftur samkæmt stundaskrá miðvikudaginn 27. febrúar.

vetrarfriloka

Lesa >>