mentor 1

postur 1

SMT

skoladagatal 1

Hlíðaskóli - hnetulaus skóli

Heimsókn á Árbæjarsafn

Á mánudag fóru nemendur í 6. bekk í heimsókn á Árbæjarsafn og sáu sýninguna "Neyzlan". Nemendur stóðu sig mjög vel í ferðinni og hlutu gullklapp að launum þegar heim var komið.

6.FBO

Lesa >>


Skólasetning haust 2018

 

Nemendur mæti til skólasetningar á sal skólans miðvikudaginn 22.ágúst nk. sem hér segir:

  • 10. bekkur   kl. 8:30
  • 9. bekkur     kl. 9:00
  • 8. bekkur     kl. 9:30
  • 7. bekkur     kl. 10:00
  • 6. bekkur     kl. 10:30
  • 5. bekkur     kl. 11:00
  • 4. bekkur     kl. 11:30
  • 3. bekkur     kl. 12:00
  • 2. bekkur     kl. 12:30

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst.

Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir bréfleiðis til viðtals með foreldrum sínum.

Lesa >>


5. bekkur vorferð og umhverfisdagur

Miðvikudaginn 23. maí fóru nemendur í 5. bekk í skemmtilega og lærdómsríka vorferð á Lava center á Hvolsvelli. lava

Í dag. 31 maí var umhverfisdagur hjá 5. bekk þar sem þau fóru út og tíndu rusl í nærumhverfi skólans. Flott framtak það. Hér má sjá afrakstur dagsins.

hreinsun

Lesa >>


Ævar vísindamaður í heimsókn

Ævar vísindamaður heimsótti skólann í maí og kynnti nýju bókina sína sem heitir Ofurhetjuvíddin. Bókin kemur út á næstu dögum og er sú fjórða í bókaflokknum Bernskubrek Ævars vísindamanns. Ævar hefur staðið fyrir Lestrarátaki Ævars vísindamanns undanfarin ár þar sem krakkar hafa skilað inn miðum yfir lesið efni. Með þátttökunni áttu nemendurnir möguleika á að verða dregnir úr potti innsendra miða og orðið að persónu í næstu bók Ævars. Þátttakan í Hlíðaskóla var mjög góð og Stefán Arnar Úlfarsson í 2. ASR hafði heppnina með sér og verður Svaka-Stefán í bókinni Ofurhetjuvíddin. Annar nemandi, Ólafur Kári Bjarnason, nemandi í 3. GHS hafði heppnina með sér þegar hann var dreginn út hjá Iðnú útgáfunni sem gefur út bækurnar Óvættaför og hlaut að launum bækur úr flokknum.

ævarStefán ævar

IMG 3743   

Lesa >>


Nemendaverðlaun

Í gær veitti Jóhanna Lilja Helgadóttir nemandi í 10. ÍR viðtöku nemendaverðlaunum skóla- og frístundasviðs, fyrir framúrskarandi þátttöku og aðstoð í tæknimálum hér í Hlíðaskóla. Við óskum Jóhönnu Lilju innilega til hamingju.

jóhanna 1

Lesa >>