Skip to content

100 daga hátíð

Síðastliðinn mánudagur var hundraðasti skóladagur barnanna í 1.bekk. Af því tilefni héldum við hundraðdagahátíð. Börnin unnu saman og bjuggu til kórónur og hundraðhús, þau flokkuðu hundrað góðgæti og lærðu að 10 sinnum 10 eru hundrað og allir teiknuðu mynd og bjuggu til töluna hundrað.