mentor 1

postur 1

SMT

skoladagatal 1

Gamli tíminn

Komdu og skoðaðu land og þjóð er námsefni sem nemendur í 2. bekk eru að kynna sér og læra um. Þeir eru búin að fara í bæjarferð og skoða helstu byggingar í miðborg Reykjavíkur. Nemendur fóru einnig í heimsókn á Alþingi. Í þessari viku var ákveðið að vera með „gamal dags kennsludag“ en sú hugmynd kom frá einum nemenda árgangsins. Nemendur sátu í þremur röðum – glugga-, mið- og dyraröð. 

Þegar skólastjórinn kom í heimsókn stóðu allir upp, kennararnir voru með kennaraprik og verkefni dagsins voru úr gömlum kennslubókum. Mörg börn klæddu sig upp í tilefni dagsins og voru nestuð með „gamaldags nesti“. Þetta var erfiður en skemmtilegur dagur og er komin fram ósk um að gera þetta aftur í 3. bekk.

Myndir

 

gamlitiminn