mentor 1

postur 1

SMT

skoladagatal 1

Skák

Góður árangur á jólaskákmóti Jólaskákmót grunnskóla Reykjavíkurborgar var haldið sunnudaginn 3.desember í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur. Sem fyrr var mótið samstarfsverkefni Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur.

Alls tefldu 39 skáksveitir í mótinu sem var þrískipt að þessu sinni; 1-3.bekkur, 4-7.bekkur og 8-10.bekkur. Í öllum keppnisflokkum voru tefldar 6 umferðir með umhugsunartímanum 5 mínútur fyrir hvern keppanda auk þess sem 3 sekúndur bættust við eftir hvern leik. Skáksveit Hlíðaskóla tók þátt í flokki 4.-7. bekkjar og voru allir liðsmenn sveitarinnar nemendur 7. bekkjar, en þau hafa sótt vikulega skáktíma í skólanum það sem af er skólaárinu. Árangur liðsins var virkilega góður en þau fengu 14 vinninga og enduðu í 5. sæti af 22 liðum. Voru hársbreidd frá verðlaunasæti en liðið í 3. sæti fékk 15,5 vinning. Þau sem tefldu fyrir Hlíðaskóla að þessu sinni voru Árni, Katla, Kristján Hjörvar, Sölvi og Dagur Rökkvi í 7. bekk. Liðsstjóri og þjálfari liðsins var Björn Ívar skákkennari.

 

jolaskakmot2017 hlidaskoli