mentor 1

postur 1

SMT

skoladagatal 1

Kór Hlíðaskóla

Barnakór Hlíðaskóla brá sér af bæ síðastliðinn þriðjudag, en leiðin lá í félagsstarf aldraðra í Hvassaleiti. Þar söng kórinn jólalög fyrir íbúa og aðra gesti í tilefni aðventunnar.

Einnig léku tvær stúlkur á fiðlur í nokkrum lögum. Þessi heimsókn í félagsstarfið er orðin árviss hefð hjá kórnum og bíða bæði kórmeðlimir og áheyrendur spenntir eftir söngnum. Kórinn mun einnig syngja tvö lög á jólaskemmtunum nemenda í næstu viku.

korinn