mentor 1

postur 1

SMT

skoladagatal 1

Bikarinn kominn heim

Nemendur 5. 6. og 7. bekkja skólans gerðu góða ferð á Skólaleika Vals sem fram fóru í Valsheimilinu í dag. Þrír skólar tókust á þ.e. auk Hlíðaskóla, Austurbæjarskóli og Háteigsskóli. Leikarnir voru spennandi og skemmtilegir.

Auk keppni í fjölmörgum greinum s.s. boðhlaupi, körfubolta og reipitogi var keppt um öflugustu og bestu stuðningsmenn síns liðs.

Til að gera langa sögu stutta báru nemendur skólans sigur úr býtum samanlagðri greinakeppninni og kórónuðu glæsilega frammistöðu sína með því að vera valdir bestu áhorfendur og stuðningshópurinn á Skólaleikjunum.

Frábær árangur og frammistaða!

Áfram Hlíðaskóli!!

Keppnin

Bikarinn