mentor 1

postur 1

SMT

skoladagatal 1

Ævar vísindamaður í heimsókn

Ævar vísindamaður heimsótti skólann í maí og kynnti nýju bókina sína sem heitir Ofurhetjuvíddin. Bókin kemur út á næstu dögum og er sú fjórða í bókaflokknum Bernskubrek Ævars vísindamanns. Ævar hefur staðið fyrir Lestrarátaki Ævars vísindamanns undanfarin ár þar sem krakkar hafa skilað inn miðum yfir lesið efni. Með þátttökunni áttu nemendurnir möguleika á að verða dregnir úr potti innsendra miða og orðið að persónu í næstu bók Ævars. Þátttakan í Hlíðaskóla var mjög góð og Stefán Arnar Úlfarsson í 2. ASR hafði heppnina með sér og verður Svaka-Stefán í bókinni Ofurhetjuvíddin. Annar nemandi, Ólafur Kári Bjarnason, nemandi í 3. GHS hafði heppnina með sér þegar hann var dreginn út hjá Iðnú útgáfunni sem gefur út bækurnar Óvættaför og hlaut að launum bækur úr flokknum.

ævarStefán ævar

IMG 3743