mentor 1

postur 1

SMT

skoladagatal 1

Útgáfuhóf

Í janúar fóru nemendur  4. bekk á sýningu Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur, Barnabókaflóðið, í Norræna húsinu. Á sýningunni útbjuggu krakkarnir söguhetjur. Þegar í skólann var komið hófu þau með kennurum sínum ritun á sögu í anda Ævars vísindamanns, Þín eigin skólasaga. Sagan er í raun þrjár sögur sem allar hefjast eins en þróast svo í allar áttir. 

Vinnan hefur sannarlega undið upp á sig, Linda kenndi krökkunum í tölvutímum að hanna forsíður, þannig að hvert eintak bókarinnar verður með einstaka forsíðu. 

Vinnunni lauk  formlega í dag,  7.mars með útgáfu og upplestri úr bókunum. Ævar vísindamaður, Kristín Ragna og Telma Rós sem tók á móti krökkunum í Norræna húsinu  mættu á upplesturinn og fögnuðu útgáfunni með börnunum og fengu í lokin að handrit að gjöf. Eins og í öllum flottum útgáfuhófum var boðið upp á veitingar í loknin.

Við óskum nemendum og kennurum í 4. bekk til hamingju með þetta flotta verkefni. 

 

4b6

4b5