Skip to content

2. bekkur fær bréf frá forsetanum

Í janúar síðastliðnum voru börnin í 2. RE að læra um stjórnsýslu landsins og fleira því tengdu, þar á meðal hvaða hlutverkum ráðamenn landsins þjóna. Bekknum þótti erfitt að komast til botns í því hvað forseti Íslands gerir í raun og því var tekin sú ákvörðun að senda honum bréf til að fræðast um það hvað hann gerir í raun og veru. Þetta var sannkallað samvinnuverkefni þar sem kennari og nemendur sömdu í sameiningu bréfið og kvittuðu svo undir með nafni. Í dag barst okkur svo svar frá forsetanum þar sem Guðni sjálfur lýsti því í eigin orðum hvaða hlutverki hann gegnir sem forseti landsins. Að lokum óskaði hann börnunum í bekknum velfarnaðar og góðs gengis í öllu því sem þau munu taka sér fyrir hendur.