Archive for janúar 2019
Skólaþing
Í morgun fór fram skólaþing á sal skólans. Átta nemendur úr hverjum árgangi frá 6. -10. bekk sátu þingið. Umræðupunktarnir voru tengdir samfélagsmiðlum og hvernig samskiptum ungmenna er háttað á þeim. Þingið tókst mjög vel og unnu nemendur vel. Niðurstöður verða svo kynntar öðrum nemendum á næstunni.
Read MoreBókagjöf
Fyrir jól færðu börnin: Urður Eva 4.HA, Una Signý 3.RÓ og Viktor Smári 1.A Skólasafninu að gjöf bókina Hvítabirni á Íslandi. Hún er eftir frænku þeirra Rósu Rut Þórisdóttur byggð á heimildum afa þeirra Þóris Haraldssonar. Þetta er glæsileg bók sem mikill fengur er að fyrir skólastarfið.
Read More