Skip to content
17 okt'19

Spurning til Vísindavefsins

Tvær stúlkur í  7. FBÓ, þær Embla og Saga,  sendu á dögunum spurningu til Vísindavefsins varðandi matarsóun. Spurningunni hefur nú verið svarað á vefnum.  Frábært framtak. Hér er linkur á spurningu stúlknanna og svarið sem þær fengu: Vísindavefurinn

Read More
07 okt'19

1.bekkur – þemadagar

Fyrsti bekkur lauk þemavinnunni með ferð upp í Litlu-hlíð. Þar fékk hópurinn góðar móttökur, skoðaði vatnstankinn og fékk fræðslu um hringrás vatnsins.  Að launum sungu börnin Vatnsvísu fyrir Eirík sem tók á móti þeim. Hér eru fleiri myndir myndasafn  

Read More
07 okt'19

Kartöflur í 3.bekk

Í vor settu nemendur í 3.bekk niður kartöflur í milligarði skólans.  Í síðustu viku hófust svo haustverkin. Nemendur tóku upp kartöflurnar sínar, og var uppskera góð. Að lokum var farið í matreiðslustofuna þar sem kartöflurnar voru matreiddar og nemendur gæddu sér á. Hér fyrir neðan er hægt að sjá fleiri myndir. Myndasafn

Read More
04 okt'19

Þemadagar

Í dag lýkur þemadögum þar sem yfirskriftin var „Verndum bláa hnöttinn okkar“ Nemendur á öllum skólastigum unnu að ýmsum verkefnum tengd umhverfisvernd. Í morgun buðu nemendur í opið hús og var virkilega gaman hvað margir létu sjá sig og skoðuðu afrakstur þemadaga.

Read More