Archive for nóvember 2019
Skákmeistarar í Hlíðaskóla
Hlíðaskóli vann í gær sigur á Jólaskákmóti TR og Skóla- og frístundasviðs. Þeir sem tefldu voru Árni Ólafsson, Sölvi Högnason , Katla Tryggvadóttir og , Róbert Dennis úr 9. bekk og Ingvar Wu úr 7. bekk. Hlíðaskóli varð hálfum vinningi ofar en Rimaskóli sem endaði í 2. sæti. Við óskum þessum skákmeisturum innilega til hamingju,…
Read MoreRithöfundar á bókasafni
Nú er skemmtilegur tími á skólasafninu þegar rithöfundar koma og kynna nýju bækurnar sínar. Árni Árnason kom og kynnti bókina, Friðbergur forseti, fyrir nemendum í 6. bekkjar. Spennandi bók um krakka sem þora að berjast gegn ranglæti. Rithöfundurinn Benný Ísleifsdóttir kynnti nýju bókina sína Álfarannsóknina fyrir nemendum í 3. og 4. bekk. Bókin er sjálfstætt…
Read MoreÍslenskuverðlaun unga fólksins
Þrír nemendur úr Hlíðaskóla, þau Elísa Huld Stefánsdóttir 10.bekk, Höskuldur Tinni Einarsson 7.bekk og Mateusz Patryk Damrat 4.bekk, voru tilnefndir til íslenskuverðlauna unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2019. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Laugardaginn 16. nóvember, á Degi íslenskrar tungu, veittu nemendurnir viðurkenningu viðtöku við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu. Við…
Read MoreSigrinum fagnað í Hlíðaskóla
Nemendur og kennarar úr 7.-10. bekk tóku vel á móti sigurvergurum SKREKKS á sal skólans í morgun. Mbl.is var á staðnum og náði stemningunni vel og tók einnig stutt viðtal við tvo meðlimi SKREKKS atriðisins. Þeir nemendur sem voru í siguratriðinu eru þau: Agla Elína Davíðsdóttir, Borka Réz, Daníel Eiríksson, Inga Sóley Kjartansdóttir, Nóam Óli…
Read MoreHúrra Hlíðaskóli
Hlíðaskóli kom, sá og sigraði í SKREKK, hæfileikakeppni grunnskólanna, í kvöld með atriðinu „þið eruð ekki ein“. Við óskum nemendum innilega til hamingju með þetta frábæra atriði og frammistöðuna í kvöld sem var stórkostleg.
Read MoreSkrekkur – úrslit í kvöld
Hlíðaskóli er kominn í úrslit í hæfileikakeppninni Skrekk með atriðið „þú ert ekki einn“. Hópur nemenda í 9. bekk eiga heiðurinn af atriðinu í ár. Úrslitin fara fram í Borgarleikhúsinu í kvöld og er mikil spenna í loftinu. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á Rúv kl. 20:05. ÁFRAM HLÍÐÓ
Read More