Archive for mars 2021
Breytingar á skólahaldi vegna COVID
Kæru foreldrar. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tekur gildi á miðnætti verða grunnskólar lokaðir á morgun og föstudag. Páskaleyfi hefst síðan á mánudag. Ekki er enn vitað hvernig skólastarfi verður háttað eftir páska. Frístundin verður einnig lokuð fram yfir páska. Sendum ykkur nánari upplýsingar um leið og þær berast. Með von um að allt fari vel.…
Read MoreMyndlist í Hlíðaskóla
Í myndmennt hefur 3. bekkur verið að læra um heita og kalda liti og æfa sig í að teikna fugla. Nemendur í 4. bekk lærðu um hlutföll í andliti og gerðu myndir með blandaðri tækni – límdu pappírsmiða úr gömlum bókum í grunninn og máluðu svo andlit með akríllitum. Einnig hefur 4. bekkur unnið víkingamyndir…
Read MoreUpplestrarkeppnin í 7.bekk
Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina fór fram á bókasafni Hlíðaskóla í dag. Ellefu nemendur úr 7. bekk tóku þátt í keppninni og stóðu þeir sig allir með mikilli prýði. Þeir tveir nemendur sem dómnefnd valdi til að keppa fyrir hönd skólans í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 11. mars eru þau Embla Heiðarsdóttir og Þórhallur Árni Höskuldson. Við…
Read MoreKynningar á framhaldsskólum
Á dögunum héldu nemendur í 10. bekk kynningar í lífsleikni um nám í framhaldsskólum. Nemendum var skipt í hópa og kynnti hver hópur einn framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðin.
Read MoreHlíðaskóli áfram í Skrekk
Flotti Skrekkshópurinn okkar í Hlíðaskóla stóð sig frábærlega í Borgarleikhúsinu í kvöld og tryggði sér öruggt sæti í úrslitum keppninnar sem verða 15.mars Á myndina vantar Elínu Eddu í 8. bekk. Hér er linkur á atriðið: https://www.ruv.is/ungruv/spila/skrekkur-2020/31520/9cj4gd
Read More