Skip to content
17 des'21

Gleðileg jól

Í dag er síðasti dagur fyrir jól og í morgun voru stjórnendur ásamt skólaliðum að gefa börnunum,  á yngsta og miðstigi heitt kakó með miklum rjóma undir jólalögum. Nemendum þótti þetta afskaplega skemmtilegt. Nemendur mæta aftur 4. janúar, samkvæmt stundaskrá. Óska ykkur friðar og færsældar á jólahátíðinni.

Read More
08 des'21

Skólahald hafið að nýju

Skólastarf hófst í morgun miðvikudag 8. desember samkvæmt stundaskrá en fram að jólafríi flytjum við sérgreinar í heimastofur nemenda.  Breyting verður því á sund- og íþróttatímum og ekki þörf á senda börnin með sundfatnað og íþróttafatnað. Valtímar í unglingadeild verða með óbreyttu sniði. Íþróttatímar unglinga sem hingað til hafa farið í Valsheimilinu verða á skólalóð…

Read More
05 des'21

Skólahald fellur niður vegna Covid

Komið þið sæl  Í síðustu viku hafa komið upp fjölmörg Covid smit í Hlíðaskóla. Því hefur verið tekin sú ákvörðun í samvinnu við sóttvarnaryfirvöld að fella niður kennslu í 1.-10.bekk á morgun mánudag 6.desember og þriðjudaginn 7.desember.  Allir nemendur þurfa að fara í Covid próf áður en þeir mæta aftur í skólann. Gott er að fara í skimun  seinnipart á…

Read More
01 des'21

Desember í Hlíðaskóla

Enn nálgast jólin og aftur verða desemberhefðir skólans aðlagaðar að ástandinu margumtalaða. Jólaskógurinn verður tilefni til gönguferðar einhvern morguninn í desember. Þangað fara nemendur og dansa í kring um jólatré sem er í rjóðrinu okkar, syngja og gæða sér á veitingum í boði skólans áður en þeir halda aftur heim. Þann 8. desember verður árleg…

Read More