Skip to content
30 nóv'22

Þórir Snær sigrar Rímnaflæði

Þórir Snær Sigurðs­son 10. bekk Hlíðaskóla  keppti fyrir hönd Gleðibankans í Rímnaflæði sem er rappkeppni á vegum Samfés. Þórir sló í gegn með lagið sitt „Úlpa“ og sigraði keppnina. Rímna­flæði er fyrir nemendur á  aldrinum 13-16 ára. Keppnin hefur gjarnan verið stökk­pallur fyrir unga rappara og var fyrst haldin árið 1999. Við óskum Þóri og…

Read More
30 nóv'22

Eftirréttakeppni grunnskólanna

Þann 16. nóvember s.l. stóð kokkalandsliðið og Iðan fræðslusetur fyrir eftirréttakeppni grunnskólanna.  Átta skólar tóku þátt  valinn var einn sigurvegari. Allir skólarnir stóðu sig mjög vel og ekki munaði nema 3 stigum á efsta og neðsta liðinu. Hlíðaskóli tók þátt og voru nemendurnir sem tóku þátt fyrir okkar hönd svo sannarlega til fyrirmyndar.  Guðni heimilisfræðikennari…

Read More
22 nóv'22

Bjarni Bergþórsson – íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins voru afhent við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember. Fulltrúi Hlíðaskóla var Bjarni Bergþórsson í 6.SS en hann hlaut verðlaunin fyrir sköpunargleði á sviði skapandi ritunar á íslensku. Hann skrifar sögur og handrit sem hann fyllir af innihaldsríkum orðaforða og fallegu máli. Vigdís FInnbogadóttir sá um…

Read More
17 nóv'22

Slökkviliðið í heimsókn hjá 3. bekk

Í gær fékk 3. bekkur frábæra heimsókn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Börnin fræddust m.a. um eldvarnir heimilisins, rétt viðbrögð þegar eldur kviknar og störf slökkviliðsmanna. Börnin fengu einnig að skoða slökkvi- og sjúkrabíl sem var ótrúlega spennandi.

Read More
14 nóv'22

Vellíðunarvika í Hlíðaskóla

Síðustu vikuna í október var fyrsta þemaverkefnið í lífsleikni í vetur. Verkefnið var unnið í tengslum við forvarnarmánuð grunnskólanna sem er október, með það að markmiði að efla og bæta samskipti og almenna vellíðan allra í skólanum.   Að allri átti sig á að vellíðan er grundvöllur þess að nám geti átt sér stað og að allir…

Read More