Skip to content
27 feb'23

Öskudagur í Hlíðaskóla

Öskudagurinn var furðufatadagur í Hlíðaskóla. Stundaskrá var brotin upp og nemendur gátu valið um ýmsar stöðvar sem voru í boði. Meðal þess sem boðið var upp á var kókoskúlugerð, andlitsmálning, spákona, dans, bingó, söngur og margt fleira. Nemendur skemmtu sér vel og voru margar furðuverur á ferðinni.

Read More
22 feb'23

Vetrarleyfi 23. og 24. febrúar

Vetrarleyfi fimmtudaginn 23.  og föstudaginn 24. febrúar. Enginn skóli er þessa daga. Nemendur eiga að mæta á mánudaginn 27. febrúar skv. stundatöflu.

Read More
20 feb'23

Öskudagur

Miðvikudaginn 22. febrúar er öskudagur og þá verður furðufatadagur í Hlíðaskóla. Þessi dagur er skertur dagur.  Nemendur mæta klukkan 8:30 og fara heim eða í Eldflaug að hádegismatnum loknum. Stundaskráin verður brotin upp þennan dag. Boðið verður upp á stöðvar sem þeir hafa áhuga á að heimsækja. Þennan dag mega nemendur mæta með sparinesti.

Read More
16 feb'23

Úkraínskar bækur

Skólasafninu hafa borist úkraínskar bækur frá velunnara safnsins. Það er gaman að geta boðið úkraínsku nemendunum bækur á sínu móðurmáli og eru þær mjög vinsælar.

Read More
10 feb'23

Skipulagsdagur – foreldraviðtöl – skertur dagur

Mánudaginn 13. febrúar er skipulagsdagur í Hlíðaskóla. Nemendur mæta ekki í skólann þennan dag. Þriðjudaginn 14. febrúar eru foreldraviðtöl. Nemendur mæta með foreldrum/forráðamönnum á þeim tíma sem pantaður var í Mentor. Miðvikudaginn 15. febrúar er skertur dagur. Nemendur eru í skólanum fram að hádegi. Frístund tekur á móti nemendum sem þar eru skráðir eftir hádegi.

Read More
10 feb'23

Dagur íslenska táknmálsins

Laugardaginn 11. febrúar er Dagur íslenska táknmálsins. Í tilefni af Degi íslenska táknmálsins bendum við á myndbandið Iceland VV, en í því flytur nemandi okkar hún Mila í 5. ABJ sögu um náttúru Íslands.  Þessa fallegu stuttmynd tók Tomas, stuðningsfulltrúi á Táknmálssviði, á ferð þeirra Milu um Ísland. https://is.signwiki.org/index.php/Iceland_VV Táknmál höfðar sérstaklega til skynjunar og…

Read More
10 feb'23

100 daga hátíð

Föstudaginn 3. febrúar var 100 daga hátíð haldin hjá 1. bekk, í tilefni þess að nemendur hafa verið 100 daga í grunnskóla. Nemendur gera sér ýmislegt til skemmtunar m.a. flokka 100 góðgæti og læra að 10 sinnum 10 eru hundrað. Þetta var að þeirra eigin áliti besti skóladagur lífs þeirra

Read More