Archive for febrúar 2023
Öskudagur í Hlíðaskóla
Öskudagurinn var furðufatadagur í Hlíðaskóla. Stundaskrá var brotin upp og nemendur gátu valið um ýmsar stöðvar sem voru í boði. Meðal þess sem boðið var upp á var kókoskúlugerð, andlitsmálning, spákona, dans, bingó, söngur og margt fleira. Nemendur skemmtu sér vel og voru margar furðuverur á ferðinni.
Read MoreVetrarleyfi 23. og 24. febrúar
Vetrarleyfi fimmtudaginn 23. og föstudaginn 24. febrúar. Enginn skóli er þessa daga. Nemendur eiga að mæta á mánudaginn 27. febrúar skv. stundatöflu.
Read MoreÍslenskt táknmál bolludagur – sprengidagur – öskudagur
Nú er um að gera að æfa táknin fyrir bolludag, sprengidag og og öskudag. Myndböndin er af SignWiki síðunni. Bolludagur Sprengidagur Öskudagur
Read MoreÖskudagur
Miðvikudaginn 22. febrúar er öskudagur og þá verður furðufatadagur í Hlíðaskóla. Þessi dagur er skertur dagur. Nemendur mæta klukkan 8:30 og fara heim eða í Eldflaug að hádegismatnum loknum. Stundaskráin verður brotin upp þennan dag. Boðið verður upp á stöðvar sem þeir hafa áhuga á að heimsækja. Þennan dag mega nemendur mæta með sparinesti.
Read MoreÚkraínskar bækur
Skólasafninu hafa borist úkraínskar bækur frá velunnara safnsins. Það er gaman að geta boðið úkraínsku nemendunum bækur á sínu móðurmáli og eru þær mjög vinsælar.
Read MoreSkipulagsdagur – foreldraviðtöl – skertur dagur
Mánudaginn 13. febrúar er skipulagsdagur í Hlíðaskóla. Nemendur mæta ekki í skólann þennan dag. Þriðjudaginn 14. febrúar eru foreldraviðtöl. Nemendur mæta með foreldrum/forráðamönnum á þeim tíma sem pantaður var í Mentor. Miðvikudaginn 15. febrúar er skertur dagur. Nemendur eru í skólanum fram að hádegi. Frístund tekur á móti nemendum sem þar eru skráðir eftir hádegi.
Read MoreDagur íslenska táknmálsins
Laugardaginn 11. febrúar er Dagur íslenska táknmálsins. Í tilefni af Degi íslenska táknmálsins bendum við á myndbandið Iceland VV, en í því flytur nemandi okkar hún Mila í 5. ABJ sögu um náttúru Íslands. Þessa fallegu stuttmynd tók Tomas, stuðningsfulltrúi á Táknmálssviði, á ferð þeirra Milu um Ísland. https://is.signwiki.org/index.php/Iceland_VV Táknmál höfðar sérstaklega til skynjunar og…
Read More100 daga hátíð
Föstudaginn 3. febrúar var 100 daga hátíð haldin hjá 1. bekk, í tilefni þess að nemendur hafa verið 100 daga í grunnskóla. Nemendur gera sér ýmislegt til skemmtunar m.a. flokka 100 góðgæti og læra að 10 sinnum 10 eru hundrað. Þetta var að þeirra eigin áliti besti skóladagur lífs þeirra
Read More