Skip to content
31 mar'23

Brunaæfing í Hlíðaskóla

Í morgun var haldin brunaæfing í Hlíðaskóla. Nemendur voru undirbúnir undir æfinguna og gekk mjög vel að koma öllum nemendum út ú skólanum.

Read More
24 mar'23

2. bekkur fær bréf frá forsetanum

Í janúar síðastliðnum voru börnin í 2. RE að læra um stjórnsýslu landsins og fleira því tengdu, þar á meðal hvaða hlutverkum ráðamenn landsins þjóna. Bekknum þótti erfitt að komast til botns í því hvað forseti Íslands gerir í raun og því var tekin sú ákvörðun að senda honum bréf til að fræðast um það…

Read More
23 mar'23

Erasmusverkefni – Active Students

Hlíðaskóli er þátttakandi í Erasmusverkefni sem ber heitið Active Students (Virkir nemendur). Þjóðir sem koma að verkefninu eru Ísland, Litháen, Grikkland, Tyrkland, Portúgal og Holland. Markmið verkefnisins er að þróa verkfærakistu fyrir íþróttakennara og nemendur þeirra. Hlíðaskóli sendi tvo kennara á verkefnafund sem haldinn var í Lamia í Grikklandi dagana 05.03.23-11.03.23. Ferðin var bæði skemmtileg og lærdómsrík. Á dagskrá voru heimsóknir í skóla, Meteora klaustur, Pavlianiþorp og vinnustofur svo eitthvað sé nefnt.   

Read More
23 mar'23

7. bekkur í skólabúðum á Úlfljótsvatni

Í gær lögðu nemendur 7. bekkja af stað í þriggja daga ferð í skólabúðir á Úlfljótsvatni.  Útilífsmiðstöð skáta við Úlfljótsvatn er í Grafningi, skammt frá Ljósafossvatni. Dagskráin miðast nær öll við útiveru og að nýta það frábæra umhverfi sem staðurinn býður upp á. Góða skemmtun krakkar!

Read More
23 mar'23

6. bekkur og kraftar

Nemendur í 6. bekk hafa verið að vinna með krafta. Verkefnið var að búa til bíl úr gömlum pappakössum, lími og grillpinnum sem rennur sjálfur niður einn af römpum skólans.

Read More
17 mar'23

4. bekkur á Alþingi

Í vikunni heimsóttu 4. bekkir Alþingi. Hópurinn var áhugasamur og varð margs vísari um störf þingmanna, Alþingishúsið og starfið sem þar fer fram. Börnunum þótti merkilegt að aðeins þingmenn og ráðherrar mættu fara inn í þingsalinn og að þar voru takkar til þess að kjósa. Reykjavíkurtjörn er botnfrosin svo það var hægt að leika sér…

Read More
17 mar'23

Stóra upplestrarkepnin

Þær Melkorka Björk Iversen 7. FBÓ  og Bryndís Roxana Solomon 7. VPS,  kepptu fyrir hönd Hlíðaskóla í Stóru upplestarkeppninni sem haldin var í Háteigskirkju s.l. miðvikudag. Þær stóðu sig með mikilli prýði.

Read More
15 mar'23

4. HH fær góða gesti

Mánudaginn 13. mars fengu börnin í 4.HH góða gesti. Júlíus kennaranemi kom með hundinn sinn hann Loka og sagði börnunum frá sér. Júlíus er daufblindur og Loki er blindrahundur.   Börnin tóku vel á móti gestunum og urðu margs vísari. Að launum teiknuðu þau myndir af félögunum tveimur.

Read More
08 mar'23

Upplestrarkeppni

Upplestrarkeppnin var haldin í morgun á bókasafni Hlíðaskóla. Níu nemendur úr 7. bekk tóku þátt og hafa undirbúið sig vel undir leiðsögn Lindu Sifjar leiklistarkennara. Allir lesararnir stóðu sig með mikilli prýði og var dómnefndin, sem skipuð var Hrafnhildi, Önnu Flosad. og Gunnari Hrafni, sammála um það. En úrslitin voru eftirfarandi: 1. sæti Melkorka Björk Iversen…

Read More
06 mar'23

Nemendur í 1. bekk

Nemendur í 1. bekk voru að rekja stafinn B. Þá þurfa þeir að finna orð sem byrja á stafnum B. Eins sést á myndunum þá fundust mörg orð.  

Read More