Skip to content

4. bekkur á Alþingi

Í vikunni heimsóttu 4. bekkir Alþingi. Hópurinn var áhugasamur og varð margs vísari um störf þingmanna, Alþingishúsið og starfið sem þar fer fram. Börnunum þótti merkilegt að aðeins þingmenn og ráðherrar mættu fara inn í þingsalinn og að þar voru takkar til þess að kjósa. Reykjavíkurtjörn er botnfrosin svo það var hægt að leika sér á tjörninni.