Skip to content

4. bekkur á Degi íslenskarar náttúru

Í tilefni af degi náttúrunnar gerðu nemendur í 4. bekk vísindarannsókn. Á þriðjudaginn skundaði hópurinn upp í Öskjuhlíð og festi plastpoka utan um trjágreinar með gúmmíteygju. Markmiðið var að athuga hvort það væri satt að tré andi. Í dag fór svo hópurinn og skoðaði niðurstöður tilraunarinnar. Í ljós kom að pokarnir sem áður voru þurrir og loftlausir voru nú rakir að innan og uppblásnir. Nemendur í fjórða bekk hafa þar með sannreynt að tré anda.