4. HH fær góða gesti
Mánudaginn 13. mars fengu börnin í 4.HH góða gesti. Júlíus kennaranemi kom með hundinn sinn hann Loka og sagði börnunum frá sér. Júlíus er daufblindur og Loki er blindrahundur.
Börnin tóku vel á móti gestunum og urðu margs vísari. Að launum teiknuðu þau myndir af félögunum tveimur.