Skip to content

Heimsókn í Myndlistarskóla Reykjavíkur

Tvo föstudagsmorgna í september fór myndlistarvalið ásamt kennara sínum Jóhönnu Sveinsdóttur myndlistarkennara í Myndlistaskóla Reykjavíkur en þar er boðið upp á myndlistarsmiðjur fyrir skólahópa. Starfandi myndlistamenn sjá um smiðjurnar og kenna en markmiðið er meðal annars, að kynnast vinnubrögðum og nálgun listamanna, víkka sjóndeildarhring nemenda og kynnast vinnuumhverfi í sérútbúnum listaskóla.

Listakonan  Lovísa Lóa tók á móti hópnum og vann undir hennar leiðsögn þessa tvo morgna. Lovísa fór með nemendur í hugleiðslu eða ,,hristuferðalag hugans“ og í ferðalaginu fundu þau sitt máttardýr. Í framhaldinu unnu þau máttargrímu úr gifsi sem þau máluðu og skreyttu með allskonar efnivið. Það var gaman var að sjá hve ólík verk komu út úr vinnu nemenda, hvert með sín persónulegu einkenni.

Takk Lovísa Lóa og Myndlistaskóli Reykjavíkur, þetta var skemmtilegt uppbrot á hefðbundnu skólastarfi.