Áætlanir
Áætlanir
Forvarnir eru samofnar öllu starfi skólans, og notaðar eru ýmsar leiðir. Fræðslunni er misjafnlega háttað eftir aldri nemenda. Einkunnarorð Hlíðaskóla eru ábyrgð, virðing, vinsemd og er markmið skólans að skapa aðstæður svo öllum líði vel við leik og störf. Skólinn leggur áherslu á að öll samskipti milli nemenda og starfsfólks einkennist af virðingu og vinsemd. Umgengni í skólanum á að bera vott um ábyrga hegðun og vinsemd. Í Hlíðaskóla er bæði nemenda- og starfsmannahópurinn fjölbreytilegur og er lögð áhersla á virða fólk og viðurkenna að við erum öll ólík og mismundandi eiginleikum gædd.
Forvarnir eru samofnar öllu starfi skólans, og notaðar eru ýmsar leiðir. Fræðslunni er misjafnlega háttað eftir aldri nemenda en ákveðin fræðsla er gjarnan bundin við vissa
árganga.
Kennarar ásamt hjúkrunarfræðingi, námsráðgjafa og stöku gesta sinna forvarnarfræðslu gegnum leik og starf í skólanum.
Á unglingastigi er lífsleiknikennari sem sinnir lífsleiknikennslu hjá öllum nemendum og hefur því svigrúm til forvarnarfræðslu aukist og batnað á síðustu árum. Nemendur í 9. og 10. bekk á tvo tíma í lífsleikni á viku.
1.-4. bekkur
Lögð er áhersla á að nemendur þekki líkama sinn og líkamsvitund, skilji gildi hollrar næringar og heilbrigðra lífshátta. Nemendur læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og temja sér jákvæð samskipti, umburðarlyndi, kurteisi og tillitssemi í umgengni við aðra. Áhersla er lögð á getu til að setja sig í spor ólíkra persóna og finna til samkenndar með þeim. Eins kennum við nemendum og hvetjum þau til að þekkja og tjá tilfinningar sínar, hugsanir og væntingar á ýmsan hátt.
Fræðsla um kynferðisofbeldi fer fram í 2. og 3. bekk. Nemendur í 2. bekk hafa fengið Brúðuleikhúsið „Krakkarnir í hverfinu” og nemendum í 3. bekk er sýnd myndin “Leyndarmálið”. Bæði þessi verkefni eru styrkt af Velferðarráðuneytinu.
Eineltisfræðsla fer fram í öllum bekkjum skólans á hverju ári. Einnig eru gerðar tengslakannanir 1.-2. á hverjum vetri, eftir þörfum í 3. og 4. bekk.
5.-7. bekkur
Lögð er áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir að andleg og líkamleg vellíðan byggir á
heilbrigðum lífsvenjum. Rætt er um fyrirmyndir og áhrif þeirra á mótun lífsstíls. Nemendur læra að temja sér jákvæð samskipti, umburðarlyndi, kurteisi og tillitssemi í samskiptum við aðra ásamt því að þjálfa hæfni í samvinnu og samhjálp. Nemendur eru hvattir til að nota skapandi og gagnrýna hugsun til að leysa vandamál einslega eða í hóp.
Nemendur í 7. bekk hafa gjarnan tekið þátt í keppninni reyklaus bekkur, en inn í undirbúning þeirrar keppni kemur fræðsla um tóbaksvarnir.
Nemendur í 7. bekk taka þátt í verkefninu vinaliðar þar sem fjórir nemendur í senn stjórna leikjum á skólalóð fyrir yngstu nemendur skólans í frímínútum.
Tengslakannanir eru lagðar fyrir í öllum árgöngum á miðstigi einu sinni til tvisvar á vetri eftir þörfum.
8.-10. bekkur
Lögð er áhersla á sjálfsvirðingu, persónuleg markmið og hópefli. Nemendur gera sér grein fyrir að líkamleg og andleg vellíðan byggir á heilbrigðum lífsvenjum, líkamsrækt og hollum neysluvenjum. Nemendur fá fræðslu um skaðsemi reykinga og notkun annarra vímuefna og einnig um þær hættur sem stafa af neyslu ávanabindandi vímuefna. Í skólanum er lögð áhersla á að nemendur þekki tilfinningar sínar og langanir og geti ákvarðað sjálfir hvort þeir taki þátt í félagslegum aðstæðum og séu í stakk búnir verði þeir fyrir hópþrýstingi. Nemendur eru hvattir til að taka þátt í félagslífi skólans og félagmiðstöðvar. Nemendur eru efldir í fjármálalæsi ásamt því að kunna skil á réttindum sínum og skyldum í atvinnulífinu.
Lífsleiknikennsla í 8.-10. er eins og fyrr sagði heildstæð og komið er inn á mörg svið þar. Í tengslum við nokkur málefni fá nemendur gesti.
Nemendur í 10. bekk fá heimsókn frá VR þar sem þeim eru kynntar réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
Blindrasamtökin heimsækja 10. bekk.
Samtökin 78 hafa komið með fræðslu inn í fyrir nemendur í 9. og 10. bekk þar sem starf samtakanna er kynnt og almenn fræðsla um samkynhneigð og skyld málefni.
Kynfræðingur hefur heimsótt nemendur í 9. og 10. bekk og haldið fræðslu um kynlíf og eðlilegt samlífi meðal unglinga.
Þorgrímur Þráinsson hefur haldið fyrirlestur sem ber yfirskriftina „láttu drauminn rætast“ þar sem fjallað er um markmiðasetningu og leiðir til að ná markmiðum sínum.
Allir bekkir í unglingadeild fá fræðslu um einelti á hverju ári.
Hlíðaskóli styðst við forvarnaráætlun Reykjavíkurborgar.
Viðbrögð ef brunaviðvörunarkerfi fer í gang
Leiðbeiningar fyrir starfsfólk skólans.
Í Hlíðaskóla er viðurkennt brunaviðvörunarkerfi. Ef brunaviðvörunarkerfið fer í gang skal unnið eftir rýmingaráætlun.
Allir starfsmenn aðstoða við að rýma skólann.
Ef nemendur verða varir við eld eiga þeir að láta starfsmann vita. Jafnframt eiga þeir að ýta á brunaboða ef hann er nálægur.
Ef reykur er á gangi þá á að halda kyrru fyrir í skólastofunni og hafa hurðina lokaða. Þegar slökkvilið kemur á staðinn verður fólki bjargað út um glugga eða farið verður um gangana þegar búið er að slökkva eldinn.
Ef viðvörunarkerfi fer í gang er slökkt á kerfinu meðan aðgætt er hvort eldur er á tilteknu svæði. Ef kerfið fer í gang aftur eftir skamma stund skal nemendum raðað upp eftir stafrófsröð í stofu.
Kennari tekur með sér möppu sem í er viðbragðaáætlun og nafnalisti.
Einnig skóhlífar og tréspjald (rautt/grænt) sem hangir á vegg nálægt dyrum í hverri stofu.
Ef rýma þarf skólann fara nemendur hvorki í skó né yfirhafnir. Kennari dreifir plastskóhlífum ef ekki er hálka á skólalóð og fara nemendur í þá inni í stofu.
Kennari fer síðastur út úr stofu og lokar hurð.
Nemendur ganga í röð (alls ekki að hlaupa) á eftir sínum kennara út á söfnunarsvæðið.
Á söfnunarsvæði fer hver hópur á sinn merkta stað.
Nemendur sem eru í sérkennslu sameinast sínum bekkjum þegar út er komið.
Ef eldur kemur upp í frímínútum þá fara þeir sem eru í sal, á salernum eða í stofum stystu leið út og síðan á sitt söfnunarsvæði. Þeir sem eru á skólalóð í frímínútum fara á sitt söfnunarsvæði.
Skólaliðar eru á skólalóð með spjald merkt hverjum árgangi.
Kennarar fara yfir nafnalista og aðgæta hvort allir nemendur hafa komist út. Kennari snýr grænni hlið á spjaldi fram ef allir nemendur eru á staðnum. Ef svo er ekki snýr rauða hlið spjaldsins fram.
Nemendur sem eru í listasmiðju safnast saman á svæði merkt þeirra árgangi og raða sér í stafrófsröð.
Rýmingaráætlun Hlíðaskóla – mikilvægar upplýsingar
Brunaæfing skal fara fram á hverju hausti í kjölfar kynningar fyrir nemendur sem umsjónarkennarar sjá um. Markmiðið er að rýma skólann á 3 mínútum.
Mynd af flóttaleiðum er á vegg á hverju svæði og fer rýming fram samkvæmt flóttaleiðum sem búið er að kynna nemendum.
Nemendur raða sér í stafrófsröð í stofu og fylgja sínum kennara á söfnunarsvæði á skólalóð.
Ef eldur kemur upp í frímínútum þá fara þeir sem eru í sal, á salernum eða í stofum stystu leið út og síðan á sitt söfnunarsvæði. Þeir sem eru á skólalóð í frímínútum fara á sitt söfnunarsvæði.
Starfsmenn velja sér flóttaleið
Þegar út er komið safnast allir saman á skólalóð milli skólabyggingar og íþróttahúss og raða sér upp eftir árgöngum, 1. bekkur næst Hörgshlíð og síðan koll af kolli. Bekkir verði í stafrófsröð.
Nemendur í sérkennslu sameinast sínum bekkjum þegar út er komið.
Nemendur í listasmiðju fylgja viðkomandi kennara og safnast saman á tilteknum stað á skólalóð. Þar raða þeir sér í stafrófsröð innan hvers bekkjar.
Starfsmenn, sem ekki hafa bekki/hópa í umsjá sinni, raða sér upp í stafrófsröð á rampinn við Hörgshlíð það er næst 1. bekk.
Kennarar hafa með sér viðbragðamöppu sem í er bekkjarlisti, merkja við og halda á lofti spjaldi (rautt/grænt) sem gefur til kynna talningu. Ef merkið er rautt kannar skólastjóri/ritari viðverulista.
Ritari skólans tekur skráningarbók fjarvista, viðbragðamöppuna og ennisljós með sér út.
Skrifstofustjóri (ritari í hans forföllum) telur starfsfólk.
Þegar talning hefur farið fram má leita skjóls í íþróttahúsi ef ekki er talið ráðlegt að fara aftur inn í skólann.
Hver gerir hvað?
Ef brunaviðvörunarkerfið fer í gang fara skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og húsvörður að stjórntöflu og aðgæta hvaðan brunaboð kemur.
Skólastjóri, aðstoðarskólastjóri eða húsvörður hafa samband við 112 og Öryggismiðstöð og tilkynna um eld eða gefa skýringu á brunaboðinu.
Skólastjóri eða staðgengill hans tekur gjallarhorn með sér út, gengur á milli hópa og aðgætir hvort allir eru komnir á tiltekin svæði.
Slökkvilið kemur á staðinn. Skólastjóri eða staðgengill hans gefur varðstjóra upplýsingar um hvort einhverjir nemendur hafa ekki skilað sér út og kannar hvar þeir sáust síðast.
Skrifstofustjóri (ritari í hans forföllum) ber ábyrgð á talningu á starfsfólki og gefur varðstjóra upplýsingar um ef einhverjir starfsmenn hafa ekki skilað sér út og kannar hvar þeir sáust síðast.
Húsvörður aðstoðar skrifstofustjóra við talningu.
Ritari ber ábyrgð á að taka viðbragðamöppu og ennisljós með sér út úr skólanum og aðstoðar skólastjóra við nafnakall.
Leiðarljós Hlíðaskóla er að styrkja jákvæða kynímynd og varast að líta svo á að allir séu eins. Allt skólastarfið á að taka mið af viðhorfum jafnréttis og stuðla að jákvæðu viðhorfi til allra starfa og viðhalda góðum og fordómalausum starfsanda og vera til fyrirmyndar á sviðum jafnréttis og nýta þau tækifæri sem felast í jafnréttisstefnu skólans.
Orðið jafnrétti felur í sér:
• jöfn tækifæri til gæða lífsins
• jöfn tækifæri til að koma skoðunum sínum og hugsjónum í framkvæmd
• jöfn tækifæri til að nýta reynslu sína, þekkingu og menntun að jafnrétti eru
mannréttindi.
Í aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 eru ákvæði sem fjalla um jafnrétti. Samkvæmt
þeim bera skólastjórnendur í grunnskólum meðal annars ábyrgð á að:
• fræðsla um jafnrétti sé hluti af skólastarfi
• námsefni mismuni ekki kynjum, vinni gegn fordómum og hafi mannréttindi allra hópa
að leiðarljósi
• kennsluhættir taki mið af því fjölbreytta samfélagi sem við búum í
• í náms- og starfsfræðslu sé lögð áhersla á að kynna báðum kynjum störf sem hingað
til hefur verið litið á sem hefðbundin kvenna- eða karlastörf
Jafnréttisáætlunin tekur annars vegar til nemenda og hins vegar til starfsmanna.
Nemendur
Í lögum um grunnskóla er sérstaklega kveðið á um að veita skuli fræðslu um jafnréttismál og þannig að búa nemendur undir virka þátttöku í samfélaginu, fjölskyldulífi og atvinnulífi. Þess skal gætt í öllum starfsháttum skólans og daglegri umgengni við nemendur að þeim sé ekki mismunað og komið til móts við alla nemendur óháð kynferði, kynhneigð, aldri, útliti, fötlun, uppruna, þjóðerni, efnahag og trúarskoðunum. Nemendur eiga ekki að þurfa að þola áreitni sem er niðurlægjandi. Styrkja þarf sjálfsmynd nemenda og vinna gegn stöðluðum kynímyndum og vinna þannig gegn hefðbundnum hugmyndum um karla– og kvennastörf.
Leggja fram spurningalista fyrir nemendur til að kanna líðan og sjálfsmynd þeirra. Mikilvægt er að veita nemendum hvatningu til að rækta sérkenni sín og jákvæð samskipti. Í öllu skólastarfi þarf að gæta þess að jafnræði sé milli kynja til áhrifa og þátttöku nemenda og jafna hlut nemenda við hvert tækifæri þegar þeir koma fram fyrir hönd skólans.
Nám og kennsla
Í Hlíðaskóla er lögð áhersla á fjölbreytileikann. Lagt er upp með að efla frumkvæði og nýsköpun sem hefur jafnrétti og mannréttindi að leiðarljósi. Mikilvægt er að allir fái kennslu við hæfi og ólík reynsla og lífssýn nemanda fái notið sín. Skólinn vinnur gegn ríkjandi kynímyndum og kennsluhættir taka mið af því samfélagi sem við búum í. Mikilvægt er að flétta jafnréttisfræðslu inn í námið þar sem námsefnið lýsi fjölbreytileika mannlífsins þegar því verður við komið.
Allir nemendur eiga að geta komið skoðunum sínum á framfæri og virðing er borin fyrir fjölbreytileikanum þar sem kynferðisleg áreitni og einelti er ekki liðið.
Starfsmenn
Þess skal gætt í öllum starfsháttum skólans að starfsmönnum sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis, kynhneigðar, aldurs, útlits, menntunar, starfsheitis, ætternis, fötlunar, heilsufars, uppruna, trúar– eða stjórnmálaskoðana. Leitast skal við að mæta þörfum beggja kynja og að á hvorugt kynið halli.
Starfsráðningar
Í starfsauglýsingum er vitnað til jafnréttisáætlunar skólans og jafnréttisstefnu
Reykjavíkurborgar. Við nýráðningar verði að öðru jöfnu leitast við að jafna kynjahlutfallið.
Skal það kyn sem er í minnihluta í starfi því sem auglýst er eftir að öðru jöfnu ganga fyrir ef um jafnhæfa einstaklinga er að ræða og uppfylla skilyrði starfsins.
Starfsþróun og símenntun
Skólastarf í anda jafnréttis tekur mið af mismunandi hæfileikum fólks. Því er haft að
leiðarljósi að starfsþróun og símenntun í Hlíðaskóla sé aðgengileg öllum, höfði til beggja kynja og fjölbreyttra hæfileika hinna ólíku einstaklinga sem við skólann starfa.
Samræming starfs og einkalífs
Reynt verði að koma til móts við starfsmenn um sveigjanleika í störfum þar sem kostur er
þannig að bæði karlar og konur geti samræmt sem best starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu. Gæta skal jafnræðis hvað varðar ábyrgð og þátttöku starfsmanna í starfshópum. Möguleikar til tekjuöflunar skulu vera jafnir. Allir starfsmenn eiga að geta komið skoðunum sínum á framfæri og virðing skal borin fyrir ólíkum skoðunum. Huga skal sérstaklega að minnihlutahópum sem í skólanum starfa.
Kynferðisleg áreitni og einelti
Leiðbeiningar Reykjavíkurborgar um kynferðislega áreitni og einelti verði aðgengilegar öllu starfsfólki. Kynferðisleg áreitni og einelti verða ekki liðin. Með kynferðislegri áreitni er átt við hegðun sem er ósanngjörn og eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður, hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess eða þeirra sem fyrir henni verða og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Kynferðisleg áreitni getur verið líkamleg,
orðbundin eða táknræn. Ef áreitni á sér stað er Vinnueftirlitið með sérstaka viðbragðsáætlun varðandi einelti á vinnustað og er kynferðisleg áreitni þar með talin. Alvarleg eða endurtekin áreitni getur varðað fyrirvaralausan brottrekstur geranda úr starfi.
Kynning á jafnréttisáætlun Hlíðaskóla
Í reglulegu mati á starfi skólans eða í starfsviðtölum þarf að kanna viðhorf til jafnréttis og stöðu jafnréttismála á vinnustaðnum. Til að fá fram athugasemdir og ábendingar um áætlun
skólans fer fram kynning og umræða um jafnréttisáætlun Hlíðaskóla á almennum
starfsmannafundi og skólaráði. Jafnréttisáætlunin er hluti af starfsáætlun skólans.
Endurskoðun
Það má líta á jafnréttisáætlun sem viljayfirlýsingu og er hún á ábyrgð skólastjóra. Hann getur hins vegar falið kennurum/starfsmönnum að semja hana og fylgja henni eftir. Árlega þarf að fara yfir áætlunina, uppfæra upplýsingar og skipuleggja skólastarfið í samræmi við þau
markmið sem sett hafa verið fram.
Móttaka nemenda við upphaf skólagöngu og samstarf við leikskóla
Formlegt samstarf er á milli Hlíðaskóla og leikskóla hverfisins. Starfshættir og umhverfi skólastiganna eru ólík og því oft mikil breyting fyrir barn að byrja í grunnskóla. Góð samvinna og tengsl skólastiganna veitir því börnunum mikið öryggi á þessum tímamótum. Foreldrar væntanlegra nemenda í fyrsta bekk fá sent boðsbréf að vori þar sem verðandi nemendum er boðið að dvelja í
skólanum dagspart. Einnig er þeim boðið á leiksýningu hjá 1. bekk. Skömmu eftir að skóli hefst að hausti er foreldrum nemenda í 1. bekk boðið á skólakynningu í Hlíðaskóla. Flutt eru fræðsluerindi, kennarar í 1. bekk kynna áherslur í námi barnanna og skipulag kennslu og foreldrar fá innsýn í aðra þætti skólastarfsins og kynningu á stoðkerfi skólans.
Ef nemandi hefur nám í skólanum þegar skólastarf er hafið tekur skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri á móti honum og foreldrum hans, kynnir skólastarfið og sýnir þeim húsnæðið. Stefnt er að því að nemandinn hitti umsjónarkennara og námsráðgjafa í þessari fyrstu heimsókn. Nemandinn fær síðan afhenta stundaskrá og umsjónarkennari sér um að nemandi fái í hendur nauðsynleg námsgögn.
Móttaka nemenda úr öðrum skólum
Þegar nemendur koma í skólann úr öðrum skólum eru þeir og foreldrar þeirra boðaðir á kynningarfund í skólann að hausti. Á fundinum kynna stjórnendur og námsráðgjafi starfsemi skólans og ganga með gestum um skólahúsnæðið.
Móttaka nemenda á táknmálssviði
Móttaka nemenda með heyrnarskerðingu, kuðungsígræðslu og samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Deildarstjóri táknmálssviðs sér um að boða foreldra/forráðamenn í viðtal og skólaskoðun. Skólastarfið og stuðningsúrræði eru kynnt. Boðað er til upplýsingafundar með foreldrum/forráðamanni og fulltrúum leikskóla, grunnskóla og/eða öðrum fagaðilum eftir því sem við á í samráði við foreldra/forráðamenn. Teymi er stofnað um nemandann og setur það sér starfsáætlun. Einstaklingsáætlun er unnin í samvinnu við foreldra. Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði táknmálssviðs
Móttaka nemenda með annað tungumál en íslenskt táknmál/íslensku á táknmálssviði
Móttaka nýbúa á táknmálssviði er samtvinnuð af móttöku “nemenda með annað móðurmál en íslensku” og “nemenda á táknmálssviði”.
Eftir teymisfund með foreldrum/forráðamönnum þá er sett fram starfsáætlun sem einstaklingsáætlun byggist af og allt í samráði við foreldra.
Farið er eftir handbók Reykjavíkurborgar og inntökuskilyrði Táknmálssviðs
Móttaka nemenda með annað móðurmál en íslensku
Móttaka nýbúa í Hlíðaskóla byggir á handbók Reykjavíkurborgar um móttöku barna með íslensku sem annað tungumál. Þegar tekið er á móti nýbúa eru foreldrar/forráðamaður boðaðir í viðtal ásamt túlki ef þörf krefur. Í viðtalinu fá foreldrar upplýsingabækling fyrir erlenda foreldra grunnskólabarna sem Reykjavíkurborg hefur gefið út.
Móttaka nemenda sem þurfa stuðning vegna sérþarfa
Deildarstjóri stoðkennslu sér um að boða foreldra/forráðamenn í viðtal og skólaskoðun. Skólastarfið og stuðningsúrræði eru kynnt og farið yfir aðgengismál. Boðað er til upplýsingafundar með foreldrum/forráðamanni og fulltrúum leikskóla, grunnskóla og/eða öðrum fagaðilum eftir því sem við á í samráði við foreldra/forráðamenn. Teymi er stofnað um nemandann og setur það sér starfsáætlun. Einstaklingsáætlun er unnin í samvinnu við foreldra.
Tilfærsluáætlun nemenda sem njóta sérúrræða
Þegar nemandi sem nýtur sérúrræða í grunnskóla er í 9. bekk er flutningur yfir í framhaldsskóla ræddur á teymisfundi og farið yfir námsmöguleika sem eru í boði. Strax á haustönn í 10. bekk eru framhaldsskólar og þær sérdeildir sem þar eru skoðaðar. Deildarstjóri sérkennslu sér um skipulagningu á heimsóknunum og fer nemandinn ásamt foreldrum/forráðamanni og kennara. Starfsfólk skólans er tilbúið að mæta á upplýsingafund með fulltrúum móttökuskóla óski foreldrar/forráðamenn eftir því. Í skólanum er unnið skilamat að vori sem byggir á einstaklingsnámskrá. Í matinu kemur m.a. fram náms- og félagsleg staða nemandans, sérþarfir og áhersluatriði sem þarf að vinna áfram með.
Tilfærsluáætlun Samkvæmt 17. gr. reglugerðar um nemendur með sérþarfir í grunnskóla er gert ráð fyrir að kennarar og aðrir fagaðilar, ásamt nemendum og foreldrum/forsjáraðilum þeirra taki þátt í
tilfærsluáætlun er miðlar upplýsingum um skólagöngu nemenda, núverandi aðstæður, stöðu og áform þeirra um frekara nám á milli skólastiga. Tryggt er að nemendur með sérþarfir fái aðstoð í skólanum við val á framhaldsskóla og kynningar á þeim tækifærum sem standa til boða í framhaldsnámi. Við gerð tilfærsluáætlana styðst skólinn við viðmið Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Í Hlíðaskóla er lögð áhersla á jákvæð og uppbyggjandi samskipti. Í samræmi við þessa sýn er hvorki einelti né annað ofbeldi liðið í skólanum. Leitað er allra ráða til að fyrirbyggja einelti og ofbeldi sem og að leysa þau mál sem upp koma á farsælan hátt. Hlíðaskóli á að vera öruggur vinnustaður þar sem starfið mótast af virðingu og umhyggju. Í Hlíðaskóla er litið á það sem samstarfsverkefni heimila og skóla að stuðla að velferð nemenda þar sem einelti á aldrei rétt á sér.
Hvað er einelti?
- Neikvætt og illgirnislegt atferli endurtekning í nokkurn tíma
- Ójafnvægi í aðstæðum
- Einelti getur birst í ýmsum myndum, en algengast er að flokka það í andlegt og líkamlegt og rafrænt
Er barnið þitt lagt í einelti? Hugsanlegar vísbendingar.
Þolandi:
- Er hræddur við að ganga einn í skólann eða heim.
- Fer aðra leið í skólann en hann er vanur.
- Vill ekki fara í skólann.
- Kvartar undan vanlíðan á morgnana, t.d. höfuðverk og magaverk.
- Byrjar að skrópa í skólanum.
- Hættir að sinna náminu, einkunnir lækka.
- Fer að koma heim með rifin föt og skemmdar námsbækur.
- Er sífellt að “týna” eigum sínum.
- Missir sjálfstraust.
- Neitar að segja frá hvað amar að.
- Kemur heim með marbletti eða skrámur sem hann getur ekki útskýrt.
- Verður árásargjarn og erfiður viðureignar.
- Tekur ekki með sér skólafélaga heim og er sjaldan með skólafélögum að loknum skóla.
Hvað geta foreldrar gert?
- Ræða við og hlusta á barnið segja frá skóladeginum.
- Fylgast með líðan og taka eftir hvort barnið forðast ákveðnar aðstæður.
- Fá fund með umsjónarkennara og vera í góðu sambandi við skólann.
- Leita til námsráðgjafa, stjórnenda skólans og þjónustumiðstöðvar í hverfinu.
- Sýna umhyggju og láta barnið finna að það eigi ekki sök á eineltinu.
Er barnið þitt gerandi?
Gerandi:
- Viðhorf til ofbeldis er jákvæðara en almennt gerist.
- Hefur þörf fyrir að ráðskast með aðra, upphefja sig og ná sínu fram með valdi og jafnvel hótunum.
- Er ógnandi í samskiptum.
- Skapbráður, óþolinmóður og fljótfær.
- Á erfitt með að fara eftir reglum.
- Á erfitt með að setja sig í spor annarra og sýna samúð.
- Sýnir fullorðnum ágenga hegðun. Er fær um að kjafta sig út úr erfiðum aðstæðum.
Hvernig geta foreldrar geranda brugðist við?
- Gefa barninu skýr skilaboð um að einelti sé alvarlegt mál og verði ekki liðið.
- Fylgjast vel með barninu og kynnast vinum þess.
- Fá fund með umsjónarkennara.
- Leita til námsráðgjafa og stjórnenda skólans.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Bekkjarreglur gegn einelti:
- Við leggjum ekki í einelti.
- Við reynum að aðstoða þá sem verða fyrir einelti.
- Við eigum líka að vera með nemendum sem oft eru einir.
- Ef við vitum að einhver er lagður í einelti þá eigum við að segja umsjónarkennaranum eða öðrum í skólanum frá því og láta líka fólkið heima vita.
Bekkjarfundir
Meginmarkmið bekkjarfunda er að skapa góðan bekkjaranda þar sem virðing og vinsemd ríkir. Bekkjarfundir efla nemendalýðræði og þjálfa nemendur í að koma hugsunum sínum og skoðunum í orð. Umsjónarkennari stýrir bekkjarfundum og fær þar tækifæri til að kynnast nemendum sínum á annan h
Gott samstarf heimila og skóla
Mikilvægt er að gott og traust samstarf ríki milli heimila og skóla og er þar umsjónarkennari í lykilhlutverki
Frímínútur
Starfsmenn sem eru á vakt í frímínútum fylgist vel með og hafi afskipti af óæskilegum samskiptum og láti umsjónarkennara vita. Meginreglan er að grípa frekar oftar inn í en sjaldan. Gott er að hvetja nemendur til þátttöku í leikjum.
Vinatengsl
Bekkjarfulltrúar skipuleggja vinahópa.
Vinabekkir
Umsjónarkennarar tengja eldri og yngri bekki saman. Með það að markmiði að nemendur kynnist og geti unnið saman.
Skólavinir
Skólavinir eru eldri nemendur sem vinna með yngstu nemendum skólans í frímínútum. Hlutverk skólavina er að stuðla að jákvæðum samskiptum á skólalóðinni.
Dagur gegn einelti
Hlíðaskóli tekur þátt í verkefninu Dagur gegn einelti sem haldinn er árlega í borginni. Dagurinn er hugsaður til þess að minna á að allir dagar eigi að vera án eineltis. Markmiðið með deginum er að vekja fólk til vitundar um alvarlegar afleiðingar eineltis
Fræðsla
Umsjónarkennari ræði einelti og alvarleika þess á bekkjarfundi einu sinni á önn. Nýta einnig möguleikann að fá utanaðkomandi fræðslu. Vinnuferli er upp kemur grunur um einelti. Eineltismál sem upp koma geta verið ólík og því verður að miða viðbrögð við hvert einstakt tilfelli. Eineltismál eru unnin eftir ákveðnu ferli og skiptast þau í könnunarferli og framkvæmdarferli. Ef upp kemur grunur um einelti skal viðkomandi hafa tafarlaust samband við umsjónarkennara. Umsjónarkennari ber ábyrgð á að könnunarferli fari í gang.
Könnunarferli: (u.þ.b. vika)
Umsjónarkennari hefur samband við foreldra/forráðamenn þolenda og biður þá um að fylgjast með líðan barnsins Umsjónarkennari leitar eftir upplýsingum frá öðrum starfsmönnum sem koma að barninu og biður um að sérstaklega sé fylgst með því Umsjónarkennari heldur fund með starfsmönnum sem annast viðkomandi nemanda. Þeir fylgjast með þolanda og geranda í ákveðin tíma og halda skrá yfir það sem þeir verða varir við
Framkvæmdaferli :
Umsjónarkennari leggur fyrir tengsla- eða líðan/könnun í bekknum Umsjónarkennari ásamt eineltisteymi skólans leggja mat á upplýsingarnar. Sé niðurstaða teymisins sú að um einelti sé að ræða fer framkvæmdaferlið í gang. Eineltisteymi vinnur að upprætingu eineltisins, mikilvægt er að skrá ferlið allt.
Foreldrum þolenda gert grein fyrir niðurstöðu könnunarferlis og samráð haft um næstu skref.
Foreldrar gerenda kallaðir til fundar og þeir upplýstir um málið, og hvað skólinn mun gera og hvað foreldrar geta sjálfir gert.
Mikilvægt að leita eftir góðri samvinnu við foreldra bæði þolanda og geranda til að stöðva eineltið
Umsjónarkennari ræðir einslega við þolanda og geranda sitt í hvoru lagi. Þessi viðtöl eru endurtekin innan viku til að kanna hvort eineltið hafi stoppað. Mikilvægt er að málinu sé fylgt eftir í dágóðan tíma, og hlúð að þolanda Í öllum tilvikum er gerendum gefin skýr skilaboð um að einelti sé ekki liðið og að skólinn muni með öllum ráðum tryggja að eineltinu ljúki
Eineltisteymi
Eineltisteymi Hlíðaskóla hittist mánaðarlega og mun oftar ef upp koma eineltismál
Teymið skipa:
- Umsjónarkennari sem málið varðar
- Aðstoðarskólastjóri
- Námsráðgjafi
- Kennari af hverju stigi
- Kennari úr verk- og listgreinum
- Deildarstjóri á táknmálssviði tekur sæti í teyminu ef upp koma má sem snerta nemendur á Táknmálssviði
Nemendaverndarráð er bakland eineltisteymisins.
Takist ekki að vinna málið á ásættanlegan hátt í eineltisteymi er málinu vísað til nemendaverndarráðs. Nemendaverndarráð fer vel yfir málið og kannar hvort fullreynt sé að leysa það innan skólans. Nemendaverndarráð tekur ákvörðun um hvort málinu verði vísað á Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Ef ekki tekst að leysa eineltismál innan skólans á viðunandi hátt geta foreldrar eða skólar óskað eftir aðstoð sérstaks fagráðs sem starfar á ábyrgð mennta-og menningarmálaráðuneytis.
Í Hlíðaskóla er lögð áhersla á jákvæð og uppbyggjandi samskipti. Í samræmi við þessa sýn er hvorki einelti né annað ofbeldi liðið í skólanum. Leitað er allra ráða til að fyrirbyggja einelti og ofbeldi sem og að leysa þau mál sem upp koma á farsælan hátt. Hlíðaskóli á að vera öruggur vinnustaður þar sem starfið mótast af virðingu og umhyggju. Í Hlíðaskóla er litið á það sem samstarfsverkefni heimila og skóla að stuðla að velferð nemenda þar sem einelti á aldrei rétt á sér.
Áfallaáætlun vegna nemenda og starfsmanna
Áföll eins og andlát, slys, alvarleg veikindi, ástvinamissir, skilnaður foreldra, eða aðrir erfiðleikarí fjölskyldu hafa djúpstæð áhrif á börn og unglinga. Í Hlíðaskóla er starfandi áfallaráð sem hefurþað hlutverk að bregðast við og stjórna aðgerðum vegna alvarlegra áfalla sem nemendurog/eða starfsmenn verða fyrir. Flaggað er í hálfa stöng á útfarardegi ef nemandi eða starfsmaðurhefur látist. Skólastjóri og umsjónarkennari eru viðstaddir útför fyrir skólans hönd. Mikilvægt er aðforeldrar eða aðrir aðstandendur láti skólastjóra eða umsjónarkennara vita af áföllum semnemendur verða fyrir svo hægt sé að bregðast við með viðeigandi hætti eins fljótt og mögulegt er.
Áfallaráð Hlíðaskóla skipa:
- Skólastjóri
- Aðstoðarskólastjóri
- Námsráðgjafi
- Hjúkrunarfræðingur skólans
- Sálfræðingur skólans
Hlíðaskóli hefur það að markmiði að hvetja nemendur og starfsfólk til að sýna árvekni í umhverfismálum, ganga vel um náttúruna, híbýli og nánasta umhverfi. Skólinn hvetur til umræðu og fræðslu í umhverfismálum og leitast við flétta þessa þætti inn í daglegt skólastarf.
Í starfi skólans er leitast við að:
- tryggja starfsfólki og nemendum greiðan aðgang að sorpílátum og aðstöðu til aðflokka sorp til endurvinnslu
- nýta sem best öll aðföng er snerta daglegan rekstur, s.s. pappír og aðra rekstrarvöru
- haga innkaupum þannig að magni umbúða sé haldið í lágmarki og þær endurnýttar þar sem því verður við komið
- velja viðurkenndar umhverfisvænar vörur til viðhalds og reksturs.
- nota umhverfisvæn efni við ræstingu og halda efnamagni í lágmarki
- farga spilliefnum á viðeigandi hátt
- halda notkun á einnota hlutum í lágmarki.