Afríkuhátíð í 4. bekk
- maí var árleg Afríkuhátíð í salnum. Það er fjórði bekkur sem lýkur þemavinnu um Afríku með uppskeruhátíð. Í listasmiðju fjórða bekkjar er áhersla lögð á Afríku með ýmsum hætti, krakkarnir syngja lög sem eiga rætur að rekja þangað, sauma húfur sem bornar eru á hátíðinni og læra dansa.
Hátíðin var glæsileg að vanda, eins og myndirnar sýna en það var Guðmundur Ingólfsson sem tók þær meðan hann fylgdist með barnabarninu sínu og eru birtar með hans leyfi.