Posts by Linda
4. bekkur á Alþingi
Í vikunni heimsóttu 4. bekkir Alþingi. Hópurinn var áhugasamur og varð margs vísari um störf þingmanna, Alþingishúsið og starfið sem þar fer fram. Börnunum þótti merkilegt að aðeins þingmenn og ráðherrar mættu fara inn í þingsalinn og að þar voru takkar til þess að kjósa. Reykjavíkurtjörn er botnfrosin svo það var hægt að leika sér…
Read More4. HH fær góða gesti
Mánudaginn 13. mars fengu börnin í 4.HH góða gesti. Júlíus kennaranemi kom með hundinn sinn hann Loka og sagði börnunum frá sér. Júlíus er daufblindur og Loki er blindrahundur. Börnin tóku vel á móti gestunum og urðu margs vísari. Að launum teiknuðu þau myndir af félögunum tveimur.
Read MoreUpplestrarkeppni
Upplestrarkeppnin var haldin í morgun á bókasafni Hlíðaskóla. Níu nemendur úr 7. bekk tóku þátt og hafa undirbúið sig vel undir leiðsögn Lindu Sifjar leiklistarkennara. Allir lesararnir stóðu sig með mikilli prýði og var dómnefndin, sem skipuð var Hrafnhildi, Önnu Flosad. og Gunnari Hrafni, sammála um það. En úrslitin voru eftirfarandi: 1. sæti Melkorka Björk Iversen…
Read MoreNemendur í 1. bekk
Nemendur í 1. bekk voru að rekja stafinn B. Þá þurfa þeir að finna orð sem byrja á stafnum B. Eins sést á myndunum þá fundust mörg orð.
Read MoreNemendur spila
Nemendur með annað móðurmál en íslensku fá íslenskukennslu í tímum hjá Lieu kennara. Nemendurnir tala mismunandi tungumál en tala íslensku með hjálp Google translate þegar þau spila.
Read MoreVetrarleyfi 23. og 24. febrúar
Vetrarleyfi fimmtudaginn 23. og föstudaginn 24. febrúar. Enginn skóli er þessa daga. Nemendur eiga að mæta á mánudaginn 27. febrúar skv. stundatöflu.
Read MoreÍslenskt táknmál bolludagur – sprengidagur – öskudagur
Nú er um að gera að æfa táknin fyrir bolludag, sprengidag og og öskudag. Myndböndin er af SignWiki síðunni. Bolludagur Sprengidagur Öskudagur
Read MoreÖskudagur
Miðvikudaginn 22. febrúar er öskudagur og þá verður furðufatadagur í Hlíðaskóla. Þessi dagur er skertur dagur. Nemendur mæta klukkan 8:30 og fara heim eða í Eldflaug að hádegismatnum loknum. Stundaskráin verður brotin upp þennan dag. Boðið verður upp á stöðvar sem þeir hafa áhuga á að heimsækja. Þennan dag mega nemendur mæta með sparinesti.
Read MoreÚkraínskar bækur
Skólasafninu hafa borist úkraínskar bækur frá velunnara safnsins. Það er gaman að geta boðið úkraínsku nemendunum bækur á sínu móðurmáli og eru þær mjög vinsælar.
Read MoreSkipulagsdagur – foreldraviðtöl – skertur dagur
Mánudaginn 13. febrúar er skipulagsdagur í Hlíðaskóla. Nemendur mæta ekki í skólann þennan dag. Þriðjudaginn 14. febrúar eru foreldraviðtöl. Nemendur mæta með foreldrum/forráðamönnum á þeim tíma sem pantaður var í Mentor. Miðvikudaginn 15. febrúar er skertur dagur. Nemendur eru í skólanum fram að hádegi. Frístund tekur á móti nemendum sem þar eru skráðir eftir hádegi.
Read More