Posts by Stjornandi
Brunaæfing í Hlíðaskóla
Í morgun var haldin brunaæfing í Hlíðaskóla. Nemendur voru undirbúnir undir æfinguna og gekk mjög vel að koma öllum nemendum út ú skólanum.
Read More2. bekkur fær bréf frá forsetanum
Í janúar síðastliðnum voru börnin í 2. RE að læra um stjórnsýslu landsins og fleira því tengdu, þar á meðal hvaða hlutverkum ráðamenn landsins þjóna. Bekknum þótti erfitt að komast til botns í því hvað forseti Íslands gerir í raun og því var tekin sú ákvörðun að senda honum bréf til að fræðast um það…
Read MoreStóra upplestrarkepnin
Þær Melkorka Björk Iversen 7. FBÓ og Bryndís Roxana Solomon 7. VPS, kepptu fyrir hönd Hlíðaskóla í Stóru upplestarkeppninni sem haldin var í Háteigskirkju s.l. miðvikudag. Þær stóðu sig með mikilli prýði.
Read MoreÖskudagur í Hlíðaskóla
Öskudagurinn var furðufatadagur í Hlíðaskóla. Stundaskrá var brotin upp og nemendur gátu valið um ýmsar stöðvar sem voru í boði. Meðal þess sem boðið var upp á var kókoskúlugerð, andlitsmálning, spákona, dans, bingó, söngur og margt fleira. Nemendur skemmtu sér vel og voru margar furðuverur á ferðinni.
Read More3. bekkur á Þjóðminjasafnið
Nemendur í 3. bekk fóru á Þjóðminjasafnið en þeir hafa verið að læra um íslenska þjóðhætti.
Read MoreJólaböll í Hlíðaskóla
Nú eru jólaböllin í fullum gangi hjá nemendum í 1.-7. bekk í Hlíðaskóla. Dansað í kringum jólatréð og jólasveinar kíktu í heimsókn og gáfu nemendum mandarínur.
Read MoreUpphálds jólauppskriftir 10. bekkjar
Nemendur í 10. bekk hafa í íslensku verið að vinna með uppáhalds jólauppskriftirnar sínar. Afraksturinn varð bók hjá öðrum bekknum og vefsíða hjá hinum. Njótið vel Jólauppskriftir 10. bekkjar
Read MoreUnglingar spila félagsvist
Nú rétt áður en nemendur fara að njóta jólafrísins spila þeir félagsvist af miklum móð. Í síðustu viku fóru fram æfingaspil en nú fer fram hörð keppni um besta spilara Hlíðaskóla.
Read MoreJólaskógur
Undanfarna morgna hafa nemendur í Hlíðaskóla labbað með vinabekkjum sínum í Öskjuhlíðina. Þar eiga nemendur notalega stund, sygja jólalög og fá heitt kakó og smákökur. Hér eru myndir af vinaárgöngunum 10. bekk og 1. bekk.
Read MoreAðventuhátíð í Hlíðaskóla
Í dag var aðventuhátíð í Hlíðaskóla. Nemendur voru í sínum umsjónarstofum með sínum umsjónarkennara og skreyttu af miklum móð. Lögð er áhersla á að skreyta stofu hurðina á fallengan og skemmtilegan hátt. Nemendur fengu kakó og smákökur sem þeir gæddu sér á í nestinu og að því loknu gengur þeir um skólann og litu á…
Read More