Posts by Stjornandi
Skólasetning í Hlíðaskóla haust 2022
Skólasetning í Hlíðaskóla verður 22.ágúst Nemendur mæti til skólasetningar sem hér segir: Kl. 09:00: 9. og 10. bekkur Kl. 09:30 8. bekkur Kl. 10:00 7. bekkur Kl. 10:30 6. bekkur Kl. 11:00 5. bekkur Kl. 11:30 4. bekkur Kl. 12:00 3. bekkur Kl. 12:30 2. bekkur Nemendur mæta á sal skólans, hitta kennara sína,…
Read MoreLokaverkefni 10. bekkjar 2022
Nú hefur verið opnuð heimasíða með lokaverkefnum 10. bekkjar 2022. Hlekk á síðuna er að finna undir flipanum „nemendur“ efst á heimasíðu skólans. Njótið afrakstursins.
Read MoreSkólaleikar Vals
Eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs, voru Skólaleikar Vals loksins haldnir á ný. Hlíðaskóli, Austurbæjarskóli og Háteigsskóli mættust á Hlíðarenda í ýmsum keppnisgreinum; dodgeball, körfubolta, boccia, boðhlaupi og reiptogi. Hlíðaskóli fór með sigur af hólmi, bæði í keppnisgreinunum sjálfum og fyrir einstaka frammistöðu við hvatningarhróp úr stúkunni. Það voru því glaðir nemendur sem sneru aftur…
Read MoreSkólaslit 8. júní
Skólaslit 8. júní Skólaslit í Hlíðaskóla verða með eftirfarandi hætti: Allir nemendur frá 1.–9. bekk mæta í heimastofu hjá bekkjarkennara sem fylgir hópnum sínum á sal þar sem skólaslit fara fram. Á sal fer fram afhending einkunna og skólastjóri ávarpar nemendur. Að athöfn lokinni fara nemendur aftur í heimastofur þar sem kennari kveður hópinn sinn áður en farið er heim. Gert er ráð fyrir að útskriftin taki um eina kennslustund. Foreldrar velkomnir Ath. Gert er ráð fyrir að öll…
Read MoreMælt með bókum
Tveir áhugasamir lesendur í 6. bekk mæla með eftirfarandi bókum. Að hinum bókunum ólöstuðum, sló Bókin 40 vikur eftir Ragnheiði Gestdóttur í gegn í vetur, einnig bókin Akam, ég og Annika eftir Þórunni Ragnheiði Gylfadóttur.
Read MoreÁrgangur 2006 kveður
Árgangur 2006 kvaddi starfsfólk Hlíðaskóla með köku og ræðu í morgun. Við starfsfólk Hlíðaskóla þökkum sömuleiðis fyrir okkur 🙂
Read MoreDugnaðarforkur Heimilis og skóla 2022
Hlíðaskóli er stoltur af þeim mannauði sem þar starfar en það er alltaf gaman að sjá að eftir því er tekið. Það gladdi okkur því að Hildur Heimisdóttir, umsjónarkennari í þriðja bekk var meðal þeirra sem tilnefnd var sem dugnaðarforkur Heimilis og skóla 2022. Tilnefninguna fékk Hildur fyrir að leggja ríka áherslu á að nemendur…
Read MoreSjóferð um sundin
Þessa dagana eru nemendur í 6. bekk að fara í Sjóferð um sundin og fræðast um lífríkið í Sundunum og í eyjunum úti fyrir Reykjavík. Veðrið lék við 6. HLE þegar hópurinn fór sl. fimmtudag í sjóferðina.
Read MoreUnglingadeildin í Hörpu
Á föstudaginn heimsótti unglingadeildin Hörpu þegar boðið var til tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á myndinni sjáum við nemendur unglingadeildar Hlíðaskóla á fyrstu 6 bekkjum í Eldborgarsal Hörpu þar sem þeir hlýða á hljómsveitina flytja valda kafla úr verki Holst um pláneturnar. Sævar Helgi Bragason var með fróðleiksmola milli þess sem sinfónían spilaði og fræddi okkur um…
Read More