Skip to content

Bjarni Bergþórsson – íslenskuverðlaun unga fólksins

Íslenskuverðlaun unga fólksins voru afhent við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu á Degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember. Fulltrúi Hlíðaskóla var Bjarni Bergþórsson í 6.SS en hann hlaut verðlaunin fyrir sköpunargleði á sviði skapandi ritunar á íslensku. Hann skrifar sögur og handrit sem hann fyllir af innihaldsríkum orðaforða og fallegu máli. Vigdís FInnbogadóttir sá um afhendingu verðlaunanna. Við óskum Bjarna innilega til hamingju.