Fréttir
Stóra upplestrarkepnin
Þær Melkorka Björk Iversen 7. FBÓ og Bryndís Roxana Solomon 7. VPS, kepptu fyrir hönd Hlíðaskóla í Stóru upplestarkeppninni sem haldin var í Háteigskirkju s.l. miðvikudag. Þær stóðu sig með mikilli prýði.
Read MoreHeimsókn í Myndlistarskóla Reykjavíkur
Tvo föstudagsmorgna í september fór myndlistarvalið ásamt kennara sínum Jóhönnu Sveinsdóttur myndlistarkennara í Myndlistaskóla Reykjavíkur en þar er boðið upp á myndlistarsmiðjur fyrir skólahópa. Starfandi myndlistamenn sjá um smiðjurnar og kenna en markmiðið er meðal annars, að kynnast vinnubrögðum og nálgun listamanna, víkka sjóndeildarhring nemenda og kynnast vinnuumhverfi í sérútbúnum listaskóla. Listakonan Lovísa Lóa tók…
Read MoreHúrra Hlíðaskóli
Hlíðaskóli kom, sá og sigraði í SKREKK, hæfileikakeppni grunnskólanna, í kvöld með atriðinu „þið eruð ekki ein“. Við óskum nemendum innilega til hamingju með þetta frábæra atriði og frammistöðuna í kvöld sem var stórkostleg.
Read MoreSkrekkur – úrslit í kvöld
Hlíðaskóli er kominn í úrslit í hæfileikakeppninni Skrekk með atriðið „þú ert ekki einn“. Hópur nemenda í 9. bekk eiga heiðurinn af atriðinu í ár. Úrslitin fara fram í Borgarleikhúsinu í kvöld og er mikil spenna í loftinu. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á Rúv kl. 20:05. ÁFRAM HLÍÐÓ
Read MoreSpurning til Vísindavefsins
Tvær stúlkur í 7. FBÓ, þær Embla og Saga, sendu á dögunum spurningu til Vísindavefsins varðandi matarsóun. Spurningunni hefur nú verið svarað á vefnum. Frábært framtak. Hér er linkur á spurningu stúlknanna og svarið sem þær fengu: Vísindavefurinn
Read More1.bekkur – þemadagar
Fyrsti bekkur lauk þemavinnunni með ferð upp í Litlu-hlíð. Þar fékk hópurinn góðar móttökur, skoðaði vatnstankinn og fékk fræðslu um hringrás vatnsins. Að launum sungu börnin Vatnsvísu fyrir Eirík sem tók á móti þeim. Hér eru fleiri myndir myndasafn
Read MoreKartöflur í 3.bekk
Í vor settu nemendur í 3.bekk niður kartöflur í milligarði skólans. Í síðustu viku hófust svo haustverkin. Nemendur tóku upp kartöflurnar sínar, og var uppskera góð. Að lokum var farið í matreiðslustofuna þar sem kartöflurnar voru matreiddar og nemendur gæddu sér á. Hér fyrir neðan er hægt að sjá fleiri myndir. Myndasafn
Read MoreFögnum fjölbreytileikanum
Í dag 17. maí blaktir regnbogafáni við Hlíðaskóla. Það er til þess að minna á að í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn hómófóbíu og transfóbíu. Það þýðir í raun og veru að í dag munum við að allir eiga rétt á að vera þeir sjálfir. Hlíðaskóli fékk hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar í febrúar fyrir að vera leiðandi skóli…
Read MoreMathús Hlíðaskóla
Í gær var sett upp Mathús Hlíðaskóla sem er lokaverkefni nemenda í 10. bekk sem eru í heimilisfræðivali. Ættingjar og vinir nemenda höfðu kost á að koma á mathúsið og panta sér mat sem nemendur útbjuggu fyrir vægt verð. Þetta tókst stórvel og allir afar ánægðir með verkefnið.
Read More