Skip to content
02 jan'20

Gleðilegt ár

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs árs. Kennsla hefst mánudaginn 6. janúar samkvæmt stundaskrá.

Nánar
18 des'19

Gleðileg lestrarjól

Áfram lestur Lestrarþjálfun barna er sameiginlegt verkefni heimila og skóla. Lestur eykur orðaforða og eflir lesskilning. Yndislestur foreldra og barna er mikilvægur, ekki síst þegar frídagar eru framundan.  Ánægjulegar samverustundir barna og fullorðinna yfir bókum eru dýrmætar.  Þegar skólasöfnin eru lokuð um hátíðir og á sumrin er um að gera að nýta sér almenningssöfn í…

Nánar
17 des'19

Félagsvist

Síðustu daga hafa nemendur slegið í spil og æft sig fyrir félgasvistina  sem  er nú í  fullum gangi í unglingadeildinni. Einbeitingarsvipurinn leynir sér ekki hjá spilafólkinu.

Nánar
16 des'19

Jólaböll í Hlíðaskóla

Jólaböll   Fimmtudagur 19. des Jólaball kl. 19:00- 21:00 fyrir nemendur í 8.- 10. bekk Skyldumæting hjá nemendum, frí á föstudegi í staðinn. Föstudagurinn 20.des Jólaball kl. 10:00- 11:00.  fyrir nemendur í 5. – 7. bekk Nemendur  fara beint heim eftir jólaballið. Nemendur í 1.-4. bekk mæta kl. 11:30. Nemendur mæta í heimastofur og fara…

Nánar
10 des'19

Vegna slæms veðurútlits

  Vegna slæms veðurútlits eru foreldrar beðnir um að sækja börn sín í skólann þegar honum lýkur. Athugð að allt skólahald fellur niður eftir  kl. 14:00 í dag. Nemendur í unglingadeild þurfa að fá leyfi foreldra til að ganga ein heim, Vinsamlegast tilkynnið það á skrifstofu skólans.   Engin starfsemi verður í Eldflauginni en starfsfólkið…

Nánar
25 nóv'19

Skákmeistarar í Hlíðaskóla

Hlíðaskóli vann í gær sigur á Jólaskákmóti TR og Skóla- og frístundasviðs. Þeir sem tefldu voru Árni Ólafsson, Sölvi  Högnason , Katla Tryggvadóttir og , Róbert Dennis úr  9. bekk og Ingvar Wu úr  7. bekk.  Hlíðaskóli varð hálfum vinningi ofar en Rimaskóli sem endaði í 2. sæti.  Við óskum þessum skákmeisturum innilega til hamingju,…

Nánar
20 nóv'19

Rithöfundar á bókasafni

Nú er skemmtilegur tími á skólasafninu þegar rithöfundar koma og kynna nýju bækurnar sínar. Árni Árnason kom og kynnti bókina, Friðbergur forseti, fyrir nemendum í 6. bekkjar. Spennandi bók um krakka sem þora að berjast gegn ranglæti. Rithöfundurinn Benný Ísleifsdóttir kynnti nýju bókina sína Álfarannsóknina  fyrir nemendum í 3. og 4. bekk. Bókin er sjálfstætt…

Nánar
18 nóv'19

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Þrír nemendur úr Hlíðaskóla, þau Elísa Huld Stefánsdóttir 10.bekk, Höskuldur Tinni Einarsson 7.bekk og Mateusz Patryk Damrat 4.bekk, voru  tilnefndir til íslenskuverðlauna unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2019. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Laugardaginn 16. nóvember, á Degi íslenskrar tungu, veittu nemendurnir viðurkenningu viðtöku við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu. Við…

Nánar
12 nóv'19

Sigrinum fagnað í Hlíðaskóla

Nemendur og kennarar úr 7.-10. bekk tóku vel á móti sigurvergurum SKREKKS á sal skólans í morgun. Mbl.is var á staðnum og náði stemningunni vel og tók einnig stutt viðtal við tvo meðlimi SKREKKS atriðisins. Þeir nemendur sem voru í siguratriðinu eru þau: Agla Elína Davíðsdóttir,  Borka Réz,  Daníel Eiríksson,  Inga Sóley Kjartansdóttir, Nóam Óli…

Nánar
19 ágú'19

Skólasetning

Skólasetning Hlíðaskóla er fimmtudaginn 22. ágúst 2019 sem hér segir: Kl. 09:00:             9. og 10. bekkur Kl. 09:30              8. bekkur Kl. 10:00              7. bekkur Kl. 10:30              6. bekkur Kl. 11:00              5. bekkur Kl. 11:30              4. bekkur Kl. 12:00              3. bekkur Kl. 12:30              2. bekkur

Nánar