Skip to content
21 sep'21

Appelsínugul viðvörun

Í dag þriðjudaginn 21, september hefur verið gefin  út viðvörun vegna veðurs. Búið er að hækka viðvörunina upp í appelsínugula, og  er hún í gildi eins og staðan er núna, milli kl 13:30 og 17:00, ATH þetta gæti breyst!  Frekari upplýsingar eru hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk Við minnum á leiðbeiningar fyrir foreldra er að finna hér: https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi Þær eru…

Read More
15 sep'21

Nemendur mæla með bókum

Nemendur Hlíðaskóla mæla með bókum á skólasafninu   Nemandi í 6. bekk mælir með bókaflokknum Villinorn eftir Lene Kaaberbøl. „Bækurnar eru hrollvekjandi, gaman að lesa þær og það eru mörg ný orð í þeim. Engar myndir“.   Nemandi í 6. bekk mælir með bókum eftir Gunnar Helgason. „Það er alltaf eitthvað að gerast í þeim…

Read More
14 sep'21

Frétt frá skólasafninu

Breski rithöfundurinn Roald Dahl fæddist 13. september 1916 og í tilefni þess er höfundurinn kynntur á skólasafninu þessa vikuna. Nemendur fá að heyra kafla úr Nornunum um hvernig að þekkja eigi nornir. Það eru nokkur einkenni sem þarf að varast um ef um er að ræða raunverulega norn.  

Read More
13 ágú'21

Skólasetning í Hlíðaskóla haust 2021

Skólasetning í Hlíðaskóla verður 23.ágúst  Nemendur mæti til skólasetningar sem hér segir: bekkur . . . . kl. 8:30 9. bekkur . . . . . kl. 9:30 8. bekkur . . . . . kl. 8:30 7. bekkur . . . . . kl. 9:30 6. bekkur . . . . . kl. 10:30…

Read More
13 ágú'21

Stjórnunarteymi Hlíðaskóla 2021-2022

Stjórnunarteymi Hlíðaskóla hefur verið sett upp í sumar og er þetta skipulag í eitt ár. Stjórnunarteymið Hlíðaskóla skólaárið 2021/2022 Skólastjóri: Berglind Stefánsdóttir 100 prósent Aðstoðarskólastjóri:  Aðalheiður Bragadóttir 100 prósent Deildarstjóri 1 til 7 bekk :Guðrún Björg Ragnarsdóttir 100 prósent Deildarstjóri 8 til 10 bekk: Anna Flosadóttir 50 prósent Deildarstjóri stoðþjónusta: Oddný Yngvadóttir 80 prósent Deildarstjóri…

Read More
07 jún'21

Skólaslit 10. júní

Skólaslit í Hlíðaskóla verða með eftirfarandi hætti: Allir nemendur frá 1.–9. bekk mæta í heimastofu hjá bekkjarkennara sem fylgir hópnum sínum á sal þar sem skólaslit fara fram. Á sal fer fram afhending einkunna og skólastjóri ávarpar nemendur. Að athöfn lokinni fara nemendur aftur í heimastofur þar sem kennari kveður hópinn sinn áður en farið er heim. Gert er ráð fyrir að útskriftin taki um eina kennslustund. Ath.  Gert er ráð fyrir að öll börn fari heim að athöfn lokinni.   Bekkur Mæting 1.bekkur 8:30 2.bekkur 9:30 3.bekkur 10:30 4.bekkur 11:30 5.bekkur 12:00 6.bekkur 12:30…

Read More
02 jún'21

Gjöf frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra

Á dögunum fékk Táknmálssvið góða gesti frá Samskiptamiðstöð Heyrnarlausra og heyrnarskertra. Þetta voru þau Kristín Lena Þorvaldsdóttir, Netelina S. Ivanova og Uldis Ozols. Nemendur sviðsins og skólanum voru gefin veggspjöld með myndum af 33 handformum úr íslensku táknmáli. Þessi veggspjöld eru gjöf til allra leik- og grunnskóla landsins í tilefni af 30 ára afmæli stofnunarinnar.…

Read More
17 maí'21

Regnbogafáni blaktir við hún

Í dag 17. maí blaktir regnbogafáni við Hlíðaskóla. Það er til þess að minna á að í dag er  alþjóðlegur baráttudagur gegn hómófóbíu og transfóbíu. Það þýðir í raun og veru að í dag munum við að allir eiga rétt á að vera þeir sjálfir. 

Read More