Skip to content
02 okt'20

Bangsadagur í 2. bekk

Bangsadagur í 2. bekk. Á  miðvikudaginn var klappveisla í 2. bekk. Börnin mættu með bangsa með sér í skólann. Bangsahópurinn var fjölbreyttur sumir bangsar nýir og aðrir áttu sér langa sögu. Börnin kynntu bangsana sína hvern fyrir öðrum og unnu svo fjölbreytt verkefni í tengslum við bangsana, mældu lengd þeirra, rannsökuðu hvað þeir ættu sameiginlegt…

Read More
30 sep'20

Pangea stærðfræðikeppni

Úrslit Pangea stærðfræðikeppni grunnskólanna fór fram í dag. Sökum Covid19 var keppnin haldin í skólunum, en keppendur hittust ekki í MH eins og undanafarin ár. Hlíðaskóli átti fjóra keppendur í úrslitunum, þau Róbert Dennis Solomon 10. MS, Öglu Elínu Davíðsdóttur 10. MS, Valgerði Birnu Magnúsdóttur 9. SH og Hannes Helga Sigurðsson 9. SH. Keppendurnir komu…

Read More
23 sep'20

Alþjóðlegur dagur táknmálanna

Í dag, 23. september er alþjóðlegur dagur táknmálanna. Táknmál er ekki alþjóðlegt og eru um 200 mismunandi táknmál í heiminum sem vitað er um. Hér á Íslandi er dagur Íslenska táknmálsins þann 11. febrúar en alþjóðlegur dagur táknmálanna er í dag. Alþjóðleg vika heyrnarlausra er 21. -27. september og hver dagur er tileinkaður ákveðnu þema.…

Read More
31 ágú'20

Góð gjöf

Í Hlíðaskóla er valfagið „Ferðalög og útivist“ kennt á unglingastigi. Þar fá nemendur að kynnast útivistarperlum í nærumhverfi sínu. Markmiðið er að gera nemendur sjálfstæða og örugga í að ferðast um höfuðborgarsvæðið á eigin spýtur, fótgangandi, hjólandi eða með strætó. Því miður hafa ekki allir nemendur aðgang að reiðhjóli og var því ákveðið að leita…

Read More
20 ágú'20

Skólasetning í Hlíðaskóla / School opening in Hlíðaskóli

Skólasetning í Hlíðaskóla 24. ágúst 2020 Ekki er gert ráð fyrir að foreldrar mæti með börnum sínum á skólasetninguna.  Kl. 09:00 >  9. og 10. bekkur (Dyr fyrir utan unglingadeild, inngangur nr. 1) Kl. 09:45 > 8. og 7. bekkur (8.bekkur = inngangur nr. 1 í unglingadeild  –   7.bekkur = aðalinngangur nr.2) Kl. 10:30 >…

Read More
19 ágú'20

Gestakomur í Hlíðaskóla – Covid 19

Vegna sóttvarna í tengslum við COVID 19 viljum við vekja athygli ykkar á því að óundirbúnar gestakomur eru ekki leyfðar í Hlíðaskóla. Þær eru eingöngu takmarkaðar við erindi sem eru mikilvæg til að halda uppi eðlilegu skólastarfi. Þeir sem eiga erindi þurfa að hafa samband við þann aðila sem hitta á og semja sérstaklega um…

Read More
15 jún'20

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundasviðs

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir á hverju vori verðlaun til nemenda í grunnskólum borgarinnar. Einn nemandi eða nemendahópur í hverjum skóla er tilnefndur og fær viðurkenningu. Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram til að skara fram úr í námi, í félagsstarfi eða í skapandi starfi. Að þessu sinni…

Read More
05 jún'20

Útskrift 10. bekkinga

Fimmtudaginn 4. júní voru 40 nemendur í 10. bekk útskrifaðir frá Hlíðaskóla. Athöfnin fór fram í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð að þessu sinni.  Flutt voru tónlistaratriði, fulltrúi foreldra  talaði til nemenda ásamt því að  Kristrún skólastjóri útskrifaði og  kvaddi nemendur. Ákaflega hátíðleg og skemmtileg stund. VIð þökkum nemendum í 10. bekk og foreldrum þeirra kærlega…

Read More
03 jún'20

SMT- vorhátíð

Í dag var SMT- vorhátíðin okkar í Hlíðaskóla. Vinabekkir hittust og léku sér saman í morgun.  Um klukkan 11 kom  leynigesturinn okkar  hann Ingó veðurguð  og skemmti krökkunum í salnum – þvílíkt stuð.  Að lokum enduðum við daginn á að borða grillaðar pylsur.  Frábær dagur í alla staði.   ingó video – smá tóndæmi 🙂…

Read More