Dagur íslenska táknmálsins
Laugardaginn 11. febrúar er Dagur íslenska táknmálsins.
Í tilefni af Degi íslenska táknmálsins bendum við á myndbandið Iceland VV, en í því flytur nemandi okkar hún Mila í 5. ABJ sögu um náttúru Íslands. Þessa fallegu stuttmynd tók Tomas, stuðningsfulltrúi á Táknmálssviði, á ferð þeirra Milu um Ísland.
https://is.signwiki.org/index.php/Iceland_VV
Táknmál höfðar sérstaklega til skynjunar og notum við hendur og svipbrigði þegar við tölum en augun til að skynja. Í raddmálum notum við röddina til að tjá okkur en eyrun til að skynja.
Við mælum með ÍTM appinu fyrir þá sem vilja læra íslenskt táknmál. Íslenskt táknmál er töff!