Desember í Hlíðaskóla
Nú nálgast jólin en auðvitað verða desemberhefðir skólans aðlagaðar að ástandinu margumtalaða.
Jólaskógurinn okkar verður tilefni til gönguferðar einhvern morguninn í desember. Þangað fara nemendur og dansa í kring um jólatré sem er í rjóðrinu okkar, syngja og gæða sér smá veitingum í boði skólans áður en þeir halda aftur heim.
Þann 9. desember verður árleg aðventuhátíð þar sem nemendur skreyta stofuna sína og hurðina.
Þá verður jólastemming þar sem nemendur eiga notalega stund, föndra, skreyta, hlusta jafnvel á jólasögu, drekka heitt kakó með rjóma og borða smákökur.
Hefðbundin jólaböll verða ekki þetta árið en þann 18.desember (áætlaðan jólaballsdag) verður jólagleði haldin í heimastofu nemenda. Þá mæta allir prúðbúnir og standa „litlu jólin“ yfir í áttatíu mínútur.