Dugnaðarforkur Heimilis og skóla 2022
Hlíðaskóli er stoltur af þeim mannauði sem þar starfar en það er alltaf gaman að sjá að eftir því er tekið. Það gladdi okkur því að Hildur Heimisdóttir, umsjónarkennari í þriðja bekk var meðal þeirra sem tilnefnd var sem dugnaðarforkur Heimilis og skóla 2022. Tilnefninguna fékk Hildur fyrir að leggja ríka áherslu á að nemendur þrói með sér löngun til að læra og fyrir að leggja sig fram við að aðstoða þau börn sem þurfa aukalega aðstoð við námið.
Viðurkenning sem þessi hvetur okkur öll til dáða við störf okkar með börnunum í Hlíðaskóla.