Skip to content

Eftirréttakeppni grunnskólanna

Þann 16. nóvember s.l. stóð kokkalandsliðið og Iðan fræðslusetur fyrir eftirréttakeppni grunnskólanna.  Átta skólar tóku þátt  valinn var einn sigurvegari. Allir skólarnir stóðu sig mjög vel og ekki munaði nema 3 stigum á efsta og neðsta liðinu. Hlíðaskóli tók þátt og voru nemendurnir sem tóku þátt fyrir okkar hönd svo sannarlega til fyrirmyndar.  Guðni heimilisfræðikennari hefur haldið vel utan um hópinn, þjálfað og    hvatt áfram.  Við unnum ekki að þessu sinni en liðið okkar er reynslunni ríkari og við erum ofboðslega stolt af þeim.