Skip to content

Erasmusverkefni – Active Students

Hlíðaskóli er þátttakandi í Erasmusverkefni sem ber heitið Active Students (Virkir nemendur). Þjóðir sem koma að verkefninu eru Ísland, Litháen, Grikkland, Tyrkland, Portúgal og Holland. Markmið verkefnisins er að þróa verkfærakistu fyrir íþróttakennara og nemendur þeirra. Hlíðaskóli sendi tvo kennara á verkefnafund sem haldinn var í Lamia í Grikklandi dagana 05.03.23-11.03.23. Ferðin var bæði skemmtileg og lærdómsrík. Á dagskrá voru heimsóknir í skóla, Meteora klaustur, Pavlianiþorp og vinnustofur svo eitthvað sé nefnt.