Fögnum fjölbreytileikanum
Í dag 17. maí blaktir regnbogafáni við Hlíðaskóla. Það er til þess að minna á að í dag er alþjóðlegur baráttudagur gegn hómófóbíu og transfóbíu. Það þýðir í raun og veru að í dag munum við að allir eiga rétt á að vera þeir sjálfir. Hlíðaskóli fékk hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar í febrúar fyrir að vera leiðandi skóli í móttöku hinsegin barna, við flöggum því.