Skip to content

Alþjóðasáttmáli um táknmál undirritaður á Bessastöðum

Í gær tók forseti Íslands á móti fulltrúum hagsmunasamtaka heyrnarskertra og öðrum sem undirrituðu Alþjóðasáttmála um rétt allra til táknmáls. Um leið var 60 ára afmæli Félags heyrnarlausra fagnað og haldið upp á dag íslenska táknmálsins. Forseti flutti ávarp og gat þar m.a. þeirra sem undirrituðu sáttmálann. Í þeim hópi voru meðal annarra Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og verndari íslenska táknmálsins, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra . Fulltrúi okkar frá Hlíðaskóla var Kristrún Guðmundsdóttir skólastjóri.