Föstudagurinn 18. desember
Föstudagurinn 18.desember er síðasti skóladagur fyrir jólafrí . Þennan dag verður jólagleði bekkjarins. Jólagleðin stendur yfir frá kl. 11.40 – 13.40.
Nemendur í 1. – 4. bekk fá hádegismat . Þeir sem eru skráðir í Eldflaugina eða Tunglið fara þangað 13.40 en hinir heim.
Nemendur í 5. – 10. bekk koma með sparinesti. Þeir fara heim 13.40 þegar jólastundinni lýkur.
Skóli hefst svo aftur að jólafríi loknu þann 5. janúar
Gleðileg jól