Skip to content
15 jún'20

Nemendaverðlaun Skóla- og frístundasviðs

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir á hverju vori verðlaun til nemenda í grunnskólum borgarinnar. Einn nemandi eða nemendahópur í hverjum skóla er tilnefndur og fær viðurkenningu. Markmið verðlaunanna er að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram til að skara fram úr í námi, í félagsstarfi eða í skapandi starfi. Að þessu sinni…

Nánar
05 jún'20

Útskrift 10. bekkinga

Fimmtudaginn 4. júní voru 40 nemendur í 10. bekk útskrifaðir frá Hlíðaskóla. Athöfnin fór fram í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð að þessu sinni.  Flutt voru tónlistaratriði, fulltrúi foreldra  talaði til nemenda ásamt því að  Kristrún skólastjóri útskrifaði og  kvaddi nemendur. Ákaflega hátíðleg og skemmtileg stund. VIð þökkum nemendum í 10. bekk og foreldrum þeirra kærlega…

Nánar
03 jún'20

SMT- vorhátíð

Í dag var SMT- vorhátíðin okkar í Hlíðaskóla. Vinabekkir hittust og léku sér saman í morgun.  Um klukkan 11 kom  leynigesturinn okkar  hann Ingó veðurguð  og skemmti krökkunum í salnum – þvílíkt stuð.  Að lokum enduðum við daginn á að borða grillaðar pylsur.  Frábær dagur í alla staði.   ingó video – smá tóndæmi 🙂…

Nánar
27 maí'20

Stóra upplestrarkeppnin

Árleg upplestrarkeppni grunnskólanna fór fram í Háteigskirkju í gær þriðjudaginn 26 maí. Tólf keppendur úr Vesturbæ Miðborg og Hlíðum tóku þátt að þessu sinni. Fyrir Hlíðaskóla kepptu þeir Kolbeinn Högni Jónsson 7.FBÓ og Þorsteinn Ari Þorsteinsson 7.HLE sem stóðu sig með prýði og voru skólanum sínum til mikils sóma. Þorsteinn Ari hlaut önnur verðlaun fyrir…

Nánar
16 mar'20

upplýsingar / information

Ágætu foreldrar. Í ljósi veirusýkingar sem herjar nú á okkar samfélag þarf að gera ákveðnar ráðstafanir varðandi umgengni og ýmislegt annað sem að skólastarfi snýr. Eins og staðan er nú ber leikskólum og grunnskólum að halda úti þjónustu í einhverri mynd en huga þó að fjölda fólks á svæðum hverju sinni. Fram að páskafríi sem…

Nánar
08 mar'20

Verkfall

Ef af verkfalli Sameykis verður þá mun skólahald í Hlíðaskóla raskast verulega. Skólahald verður samkvæmt eftirfarandi skipulagi í næstu viku: 1. – 4. bekkur Nemendur mæta klukkan 8:30 og verða til klukkan 9:50 í skólanum 5.  – 6. bekkur Nemendur mæta klukkan 10:10 og verða til klukkan 11:30 í skólanum 7.bekkur Nemendur mæta klukkan 10:10…

Nánar
05 mar'20

Upplestarkeppnin í 7. bekk

Í gær, miðvikudag fór fram undankeppni hér í 7. bekk Hlíðaskóla fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur n.k. fimmtudag 12. mars. Þeir nemendur sem valdir voru til að taka þátt í keppninni í Ráðhúsinu eru þeir Kolbeinn Jónsson og Þorsteinn Ari Þorsteinsson. Varamaður er Ingvar Wu Skarphéðinsson. Við óskum þeim til hamingju.

Nánar
27 feb'20

Vetrarfrí

Föstudaginn 28. febrúar og mánudaginn 2. mars er vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkur. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. mars. Hafið það gott í fríinu. Winter vacation Friday , February 28th and Monday ,March 2nd  in Hlíðaskóli.  School starts again next Tuesday ,  March 3rd. Have a nice vacation.

Nánar