Myndlist í Hlíðaskóla
Í myndmennt hefur 3. bekkur verið að læra um heita og kalda liti og æfa sig í að teikna fugla. Nemendur í 4. bekk lærðu um hlutföll í andliti og gerðu myndir með blandaðri tækni – límdu pappírsmiða úr gömlum bókum í grunninn og máluðu svo andlit með akríllitum. Einnig hefur 4. bekkur unnið víkingamyndir…
Read MoreUpplestrarkeppnin í 7.bekk
Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina fór fram á bókasafni Hlíðaskóla í dag. Ellefu nemendur úr 7. bekk tóku þátt í keppninni og stóðu þeir sig allir með mikilli prýði. Þeir tveir nemendur sem dómnefnd valdi til að keppa fyrir hönd skólans í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 11. mars eru þau Embla Heiðarsdóttir og Þórhallur Árni Höskuldson. Við…
Read MoreKynningar á framhaldsskólum
Á dögunum héldu nemendur í 10. bekk kynningar í lífsleikni um nám í framhaldsskólum. Nemendum var skipt í hópa og kynnti hver hópur einn framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðin.
Read MoreHlíðaskóli áfram í Skrekk
Flotti Skrekkshópurinn okkar í Hlíðaskóla stóð sig frábærlega í Borgarleikhúsinu í kvöld og tryggði sér öruggt sæti í úrslitum keppninnar sem verða 15.mars Á myndina vantar Elínu Eddu í 8. bekk. Hér er linkur á atriðið: https://www.ruv.is/ungruv/spila/skrekkur-2020/31520/9cj4gd
Read MoreNæsta vika í Hlíðaskóla
Ágætu foreldrar/forráðamenn Við minnum á starfs- og foreldradagana í næstu viku: Þriðjudaginn 16.2 : Starfsdagur kennara Miðvikudag (öskudagur) 17.2: Skertur skóladagur og foreldraviðtöl (Nemendur fara heim kl. 12.20) Fimmtudag 18.2: Foreldraviðtöl Á öskudag lýkur skóladeginum kl. 12.20 og fara nemendur þá heim. Mötuneytið verður þá opið fyrir þá nemendur sem eiga eftir að borða og…
Read MoreSkemmtileg verkefni í 2. bekk
Síðustu vikur hafa umsjónarkennararnir í 2. bekk í samstarfi við Lindu brotið upp vinnuna í stærðfræði og náttúrufræði einu sinni í viku. Barnahópnum var skipt í fernt og hver hópur fór á nýtt námskeið vikulega. Markmiðin sem unnið var útfrá tengdust forritun, lausnaleit í stærðfræði þar sem reyndi á samvinnu, lestri fyrirmæla og gerð tilrauna…
Read More100 daga hátíð
Síðastliðinn mánudagur var hundraðasti skóladagur barnanna í 1.bekk. Af því tilefni héldum við hundraðdagahátíð. Börnin unnu saman og bjuggu til kórónur og hundraðhús, þau flokkuðu hundrað góðgæti og lærðu að 10 sinnum 10 eru hundrað og allir teiknuðu mynd og bjuggu til töluna hundrað.
Read MoreSkemmtileg reikistjörnuverkefni í 3. bekk
Nemendur í 3. bekk eru að læra um reikistjörnurnar. Nemendur áttu að reyna að ferðast á mill reikistjarnanna með Sphero kúlum, sem eru vélmenni sem aka um inni kúluskel. Þeim er svo stýrt með appi í iPad. Með Sphero kúlunum eru vagnar sem hægt er að festa lego kubba á. Nemendur áttu að byggja geimfarartæki…
Read MoreNámsveggir í Hlíðaskóla
Í skólanum er unnið eftir hugmyndafræði leiðsagnarnáms. Hluti af þeirri hugmyndafræði er að gera nemendur sjálfstæðari í námi sínu og vinnu. Því er meðal annars náð fram með því að nemandinn veit til hvers er ætlast af honum, hann veit hvað hann er að læra og markmiðin eru sýnileg. Námsveggir sinna því hlutverki að gera…
Read More