Skip to content
23 maí'22

Dugnaðarforkur Heimilis og skóla 2022

Hlíðaskóli er stoltur af þeim mannauði sem þar starfar en það er alltaf gaman að sjá að eftir því er tekið. Það gladdi okkur því að Hildur Heimisdóttir, umsjónarkennari í þriðja bekk var meðal þeirra sem tilnefnd var sem dugnaðarforkur Heimilis og skóla 2022. Tilnefninguna fékk Hildur fyrir að leggja ríka áherslu á að nemendur…

Read More
03 maí'22

Sjóferð um sundin

Þessa dagana eru nemendur í 6. bekk að fara í Sjóferð um sundin og fræðast um lífríkið í Sundunum og í eyjunum úti fyrir Reykjavík. Veðrið lék við 6. HLE þegar hópurinn fór sl. fimmtudag í sjóferðina.

Read More
24 apr'22

Unglingadeildin í Hörpu

Á  föstudaginn heimsótti unglingadeildin Hörpu þegar boðið var til tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Á myndinni sjáum við nemendur unglingadeildar Hlíðaskóla á fyrstu 6 bekkjum í Eldborgarsal Hörpu þar sem þeir hlýða á hljómsveitina flytja valda kafla úr verki Holst um pláneturnar. Sævar Helgi Bragason var með fróðleiksmola milli þess sem sinfónían spilaði og fræddi okkur um…

Read More
19 mar'22

Stóra upplestarkeppnin

Fimmtudaginn 17 mars var haldin lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar  í Háteigskirkju. Átta skólar úr Vesturbæ, Miðborg og Hlíðum tóku þátt í keppninni. Þátttakendur fluttu valda kafla úr bókinni Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttir og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttir ásamt völdu ljóði eftir Vilborgu Dagbjartsdóttir. Að lokum fluttu keppendur ljóð að eigin vali. Fulltrúar Hlíðaskóla voru þær…

Read More
12 mar'22

Upplestrarkeppni í 7. bekk

Nemendur í 7. bekk hafa undanfarið verið að æfa vandaðan upplestur og framsögn og því ferli lauk með upplestrarkeppni á bókasafni skólans fimmtudaginn 10. mars þar sem 16 nemendur spreyttu sig og voru sjálfum sér og skólanum til sóma. Þær Guðlaug Alexandra Snorradóttir og Særún Erla Jónsdóttir báru sigur úr býtum og munu þær keppa…

Read More
11 mar'22

Graffiti í Hlíðaskóla

Í dag voru nemendur í 8. bekk að kynna sér graffitilist og læra að nota spreylitabrúsa til að búa til sjálfstæð myndlistarverk. Einhverjir gátu ekki beðið eftir að fara með verkin heim og prýða með þeim veggi heimilisins

Read More
03 mar'22

Geðlestin í Hlíðaskóla

Í dag heimsótti Geðlestin unglingadeild skólans. Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Á lífsleiðinni er mjög líklegt að við lendum í mótvind og þurfum jafnvel að leita okkur aðstoðar. Öflug geðrækt frá unga aldri…

Read More
02 mar'22

Öskudagur í Hlíðaskóla

Í dag var mikið stuð og stemming þegar nemendur skólans fögnuðu öskudeginum. Að venju var skóladagurinn brotin upp og mættu flestir í búningum bæði nemendur og kennarar. Boðið var upp á hinar ýmsu stöðvar til að heimsækja. Spákonur voru á staðnum sem gáfu nemendum góð ráð fyrir framtíðina, kókoskúlur voru matreiddar, öskupokar saumaðir, dansað var…

Read More
26 feb'22

Loftslagsþing Reykjavíkurborgar

Í dag sátu fulltrúar Hlíðaskóla loftslangsþing grunnskóla Reykjavíkur sem haldið var í samvinnu við landvernd og Klappir. Á þinginu fengu nemendur fræðslu ásamt því að ræða við nemendur í öðrum skólum og útbjuggu þeir drög að því hvernig skólinn gæti staðið sig betur í umhverfismálum.   Unnið var út frá markmiðum grænfánans https://landvernd.is/markmidasetning-i-skolum-a-graenni-grein/ og mun…

Read More
22 feb'22

Systur tilnefndar til íslenskuverðlauna unga fólksins

Systurnar Gabriela Björk Piech og Milena Lilja Piech voru tilnefndar af Hlíðaskóla til Íslenskuverðlauna unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík þetta skólaárið. Verðlaunaafhendingin fór fram þann 21. febrúar 2022, á Alþjóðadegi móðurmálsins. Þær Gabriela Björk og Milena Lilja eru nemendur af pólsku ætterni. Þær eru fæddar á Íslandi en foreldrarnir eru báðir pólskir og fjölskyldan talar pólsku…

Read More