Vegna slæms veðurútlits
Vegna slæms veðurútlits eru foreldrar beðnir um að sækja börn sín í skólann þegar honum lýkur. Athugð að allt skólahald fellur niður eftir kl. 14:00 í dag. Nemendur í unglingadeild þurfa að fá leyfi foreldra til að ganga ein heim, Vinsamlegast tilkynnið það á skrifstofu skólans. Engin starfsemi verður í Eldflauginni en starfsfólkið…
NánarSkákmeistarar í Hlíðaskóla
Hlíðaskóli vann í gær sigur á Jólaskákmóti TR og Skóla- og frístundasviðs. Þeir sem tefldu voru Árni Ólafsson, Sölvi Högnason , Katla Tryggvadóttir og , Róbert Dennis úr 9. bekk og Ingvar Wu úr 7. bekk. Hlíðaskóli varð hálfum vinningi ofar en Rimaskóli sem endaði í 2. sæti. Við óskum þessum skákmeisturum innilega til hamingju,…
NánarRithöfundar á bókasafni
Nú er skemmtilegur tími á skólasafninu þegar rithöfundar koma og kynna nýju bækurnar sínar. Árni Árnason kom og kynnti bókina, Friðbergur forseti, fyrir nemendum í 6. bekkjar. Spennandi bók um krakka sem þora að berjast gegn ranglæti. Rithöfundurinn Benný Ísleifsdóttir kynnti nýju bókina sína Álfarannsóknina fyrir nemendum í 3. og 4. bekk. Bókin er sjálfstætt…
NánarÍslenskuverðlaun unga fólksins
Þrír nemendur úr Hlíðaskóla, þau Elísa Huld Stefánsdóttir 10.bekk, Höskuldur Tinni Einarsson 7.bekk og Mateusz Patryk Damrat 4.bekk, voru tilnefndir til íslenskuverðlauna unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2019. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Laugardaginn 16. nóvember, á Degi íslenskrar tungu, veittu nemendurnir viðurkenningu viðtöku við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu. Við…
NánarSigrinum fagnað í Hlíðaskóla
Nemendur og kennarar úr 7.-10. bekk tóku vel á móti sigurvergurum SKREKKS á sal skólans í morgun. Mbl.is var á staðnum og náði stemningunni vel og tók einnig stutt viðtal við tvo meðlimi SKREKKS atriðisins. Þeir nemendur sem voru í siguratriðinu eru þau: Agla Elína Davíðsdóttir, Borka Réz, Daníel Eiríksson, Inga Sóley Kjartansdóttir, Nóam Óli…
NánarHúrra Hlíðaskóli
Hlíðaskóli kom, sá og sigraði í SKREKK, hæfileikakeppni grunnskólanna, í kvöld með atriðinu „þið eruð ekki ein“. Við óskum nemendum innilega til hamingju með þetta frábæra atriði og frammistöðuna í kvöld sem var stórkostleg.
NánarSkrekkur – úrslit í kvöld
Hlíðaskóli er kominn í úrslit í hæfileikakeppninni Skrekk með atriðið „þú ert ekki einn“. Hópur nemenda í 9. bekk eiga heiðurinn af atriðinu í ár. Úrslitin fara fram í Borgarleikhúsinu í kvöld og er mikil spenna í loftinu. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á Rúv kl. 20:05. ÁFRAM HLÍÐÓ
NánarSpurning til Vísindavefsins
Tvær stúlkur í 7. FBÓ, þær Embla og Saga, sendu á dögunum spurningu til Vísindavefsins varðandi matarsóun. Spurningunni hefur nú verið svarað á vefnum. Frábært framtak. Hér er linkur á spurningu stúlknanna og svarið sem þær fengu: Vísindavefurinn
Nánar1.bekkur – þemadagar
Fyrsti bekkur lauk þemavinnunni með ferð upp í Litlu-hlíð. Þar fékk hópurinn góðar móttökur, skoðaði vatnstankinn og fékk fræðslu um hringrás vatnsins. Að launum sungu börnin Vatnsvísu fyrir Eirík sem tók á móti þeim. Hér eru fleiri myndir myndasafn
NánarKartöflur í 3.bekk
Í vor settu nemendur í 3.bekk niður kartöflur í milligarði skólans. Í síðustu viku hófust svo haustverkin. Nemendur tóku upp kartöflurnar sínar, og var uppskera góð. Að lokum var farið í matreiðslustofuna þar sem kartöflurnar voru matreiddar og nemendur gæddu sér á. Hér fyrir neðan er hægt að sjá fleiri myndir. Myndasafn
Nánar