Skip to content
11 nóv'19

Skrekkur – úrslit í kvöld

Hlíðaskóli er kominn í úrslit í hæfileikakeppninni Skrekk með atriðið „þú ert ekki einn“.  Hópur nemenda í 9. bekk eiga heiðurinn af atriðinu í ár.  Úrslitin fara fram í Borgarleikhúsinu í kvöld og er mikil spenna í loftinu.  Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á Rúv kl. 20:05.  ÁFRAM HLÍÐÓ

Nánar
17 okt'19

Spurning til Vísindavefsins

Tvær stúlkur í  7. FBÓ, þær Embla og Saga,  sendu á dögunum spurningu til Vísindavefsins varðandi matarsóun. Spurningunni hefur nú verið svarað á vefnum.  Frábært framtak. Hér er linkur á spurningu stúlknanna og svarið sem þær fengu: Vísindavefurinn

Nánar
07 okt'19

1.bekkur – þemadagar

Fyrsti bekkur lauk þemavinnunni með ferð upp í Litlu-hlíð. Þar fékk hópurinn góðar móttökur, skoðaði vatnstankinn og fékk fræðslu um hringrás vatnsins.  Að launum sungu börnin Vatnsvísu fyrir Eirík sem tók á móti þeim. Hér eru fleiri myndir myndasafn  

Nánar
07 okt'19

Kartöflur í 3.bekk

Í vor settu nemendur í 3.bekk niður kartöflur í milligarði skólans.  Í síðustu viku hófust svo haustverkin. Nemendur tóku upp kartöflurnar sínar, og var uppskera góð. Að lokum var farið í matreiðslustofuna þar sem kartöflurnar voru matreiddar og nemendur gæddu sér á. Hér fyrir neðan er hægt að sjá fleiri myndir. Myndasafn

Nánar
04 okt'19

Þemadagar

Í dag lýkur þemadögum þar sem yfirskriftin var „Verndum bláa hnöttinn okkar“ Nemendur á öllum skólastigum unnu að ýmsum verkefnum tengd umhverfisvernd. Í morgun buðu nemendur í opið hús og var virkilega gaman hvað margir létu sjá sig og skoðuðu afrakstur þemadaga.

Nánar
19 ágú'19

Skólasetning

Skólasetning Hlíðaskóla er fimmtudaginn 22. ágúst 2019 sem hér segir: Kl. 09:00:             9. og 10. bekkur Kl. 09:30              8. bekkur Kl. 10:00              7. bekkur Kl. 10:30              6. bekkur Kl. 11:00              5. bekkur Kl. 11:30              4. bekkur Kl. 12:00              3. bekkur Kl. 12:30              2. bekkur

Nánar
28 maí'19

Skólaslit

    Skólaslit í Hlíðaskóla vorið 2019 verða sem hér segir: 6. júní kl. 17:30: 10. bekkur í hátíðarsal skólans. 7. júní kl. 9:30:  9. bekkur, 8. bekkur, 7.bekkur, 4. bekkur og 3. bekkur Nemendur mæta beint í sínar heimastofur til umsjónarkennara. 7. júní kl. 10:30: 6.bekkur, 5.bekkur, 2.bekkur og 1. bekkur Nemendur mæta beint…

Nánar
27 maí'19

Stelpur og tækni

Stelpur og tækni dagurinn  (Girls in ICT Day) var haldinn í sjötta sinn á Íslandi þann 22. maí s.l. Hugmyndin með deginum er að kynna ýmsa möguleika í tækninámi sérstaklega fyrir stelpum í 9. bekk grunnskóla og opna þannig augu þeirra fyrir þeim framtíðarmöguleikum sem tæknigreinar bjóða. Á Stelpur og tækni deginum fengu stelpur í…

Nánar
27 maí'19

Rithöfundaheimsókn í skólalok

Gunnar Helgason rithöfundur kom, sá og sigraði þegar hann kom  að kynna nýútkomna bók sína Barist í Barcelona nemendum frá 5.bekk upp í 8.bekk. Þetta er fimmta bókin í seríunni Fótboltasagan mikla en áður hafa komið út, Víti í Vestmannaeyjum, Aukaspyrna á Akureyri, Rangstæður í Reykjavík og Gula spjaldið í Gautaborg. Þessar bækur höfða jafnt til…

Nánar
20 maí'19

Afríkuhátíð í 4. bekk

maí var árleg Afríkuhátíð í salnum. Það er fjórði bekkur sem lýkur þemavinnu um Afríku með uppskeruhátíð. Í listasmiðju fjórða bekkjar er áhersla lögð á Afríku með ýmsum hætti, krakkarnir syngja lög sem eiga rætur að rekja þangað, sauma húfur sem bornar eru á hátíðinni og læra dansa. Hátíðin var glæsileg að vanda, eins og…

Nánar