Skip to content
16 feb'23

Úkraínskar bækur

Skólasafninu hafa borist úkraínskar bækur frá velunnara safnsins. Það er gaman að geta boðið úkraínsku nemendunum bækur á sínu móðurmáli og eru þær mjög vinsælar.

Read More
10 feb'23

Skipulagsdagur – foreldraviðtöl – skertur dagur

Mánudaginn 13. febrúar er skipulagsdagur í Hlíðaskóla. Nemendur mæta ekki í skólann þennan dag. Þriðjudaginn 14. febrúar eru foreldraviðtöl. Nemendur mæta með foreldrum/forráðamönnum á þeim tíma sem pantaður var í Mentor. Miðvikudaginn 15. febrúar er skertur dagur. Nemendur eru í skólanum fram að hádegi. Frístund tekur á móti nemendum sem þar eru skráðir eftir hádegi.

Read More
10 feb'23

Dagur íslenska táknmálsins

Laugardaginn 11. febrúar er Dagur íslenska táknmálsins. Í tilefni af Degi íslenska táknmálsins bendum við á myndbandið Iceland VV, en í því flytur nemandi okkar hún Mila í 5. ABJ sögu um náttúru Íslands.  Þessa fallegu stuttmynd tók Tomas, stuðningsfulltrúi á Táknmálssviði, á ferð þeirra Milu um Ísland. https://is.signwiki.org/index.php/Iceland_VV Táknmál höfðar sérstaklega til skynjunar og…

Read More
10 feb'23

100 daga hátíð

Föstudaginn 3. febrúar var 100 daga hátíð haldin hjá 1. bekk, í tilefni þess að nemendur hafa verið 100 daga í grunnskóla. Nemendur gera sér ýmislegt til skemmtunar m.a. flokka 100 góðgæti og læra að 10 sinnum 10 eru hundrað. Þetta var að þeirra eigin áliti besti skóladagur lífs þeirra

Read More
16 des'22

Jólaböll í Hlíðaskóla

Nú eru jólaböllin í fullum gangi hjá nemendum í 1.-7. bekk í Hlíðaskóla. Dansað í kringum jólatréð og jólasveinar kíktu í heimsókn og gáfu nemendum mandarínur.  

Read More
16 des'22

Upphálds jólauppskriftir 10. bekkjar

Nemendur í 10. bekk hafa í íslensku verið að vinna með uppáhalds jólauppskriftirnar sínar. Afraksturinn varð bók hjá öðrum bekknum og vefsíða hjá hinum. Njótið vel Jólauppskriftir 10. bekkjar      

Read More
15 des'22

Unglingar spila félagsvist

Nú rétt áður  en nemendur fara að njóta jólafrísins spila þeir félagsvist af miklum móð. Í síðustu viku fóru fram æfingaspil en nú fer fram hörð keppni um besta spilara Hlíðaskóla.

Read More
08 des'22

Jólaskógur

Undanfarna morgna hafa nemendur í Hlíðaskóla labbað með vinabekkjum sínum í Öskjuhlíðina. Þar eiga nemendur notalega stund, sygja jólalög og fá heitt kakó og smákökur. Hér eru myndir af  vinaárgöngunum 10. bekk og  1. bekk.

Read More
01 des'22

Aðventuhátíð í Hlíðaskóla

Í dag var aðventuhátíð í Hlíðaskóla. Nemendur voru í sínum umsjónarstofum með sínum umsjónarkennara  og skreyttu af miklum móð. Lögð er áhersla á að skreyta stofu hurðina á fallengan og skemmtilegan hátt. Nemendur fengu kakó og smákökur sem þeir gæddu sér á í nestinu og að því loknu gengur þeir um skólann og litu á…

Read More