Skip to content
26 feb'20

Öskudagur í Hlíðaskóla

Í dag var skemmtilegur dagur hjá okkur í Hlíðaskóla. Margar skemmtilegar stöðvar voru í boði fyrir nemendur og sýndist okkur allir skemmta sér vel.    

Nánar
26 feb'20

Heimsókn í Hlíðaskóla

Hlíðaskóli hefur tekið að sér að vera leiðandi á sviði leiðsagnarnáms ásamt þremur öðrum skólum í Reykjavík. Nokkrir fulltrúar Hlíðaskóla fóru í skólaheimsóknir til London fyrr á skólaárinu til að kynna sér kennsluaðferðir tengdar leiðsagnarnámi og skoðuðu meðal annars Ardleigh Green Junior School  í London sem hefur verið metinn framúrskarandi skóli síðan árið 1999 af…

Nánar
12 feb'20

Alþjóðasáttmáli um táknmál undirritaður á Bessastöðum

Í gær tók forseti Íslands á móti fulltrúum hagsmunasamtaka heyrnarskertra og öðrum sem undirrituðu Alþjóðasáttmála um rétt allra til táknmáls. Um leið var 60 ára afmæli Félags heyrnarlausra fagnað og haldið upp á dag íslenska táknmálsins. Forseti flutti ávarp og gat þar m.a. þeirra sem undirrituðu sáttmálann. Í þeim hópi voru meðal annarra Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og…

Nánar
12 feb'20

Góður árangur í skák

  Skáksveit Hlíðaskóla hlaut silfurverðlaun á Grunnskólamóti Reykjavíkur í skák, sem fram fór í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur í síðustu viku. Mótið var vel sótt og var Hlíðaskóli í toppbaráttunni allan tímann. Ölduselsskóli endaði að lokum í efsta sæti, Hlíðaskóli í öðru og Laugarlækjarskóli í því þriðja. Miklar framfarir og aukinn skákáhugi hefur verið meðal nemenda…

Nánar
11 feb'20

Dagur íslenska táknmálsins

Í dag 11. febrúar er dagur íslenska táknmálsins Í tilefni af því var boðið upp á tertu og ís í skólanum og margir klæddust í samræmi við daginn. Í Hlíðaskóla vitum við að Táknmál er töff!

Nánar
02 jan'20

Gleðilegt ár

Við óskum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs árs. Kennsla hefst mánudaginn 6. janúar samkvæmt stundaskrá.

Nánar
18 des'19

Gleðileg lestrarjól

Áfram lestur Lestrarþjálfun barna er sameiginlegt verkefni heimila og skóla. Lestur eykur orðaforða og eflir lesskilning. Yndislestur foreldra og barna er mikilvægur, ekki síst þegar frídagar eru framundan.  Ánægjulegar samverustundir barna og fullorðinna yfir bókum eru dýrmætar.  Þegar skólasöfnin eru lokuð um hátíðir og á sumrin er um að gera að nýta sér almenningssöfn í…

Nánar
17 des'19

Félagsvist

Síðustu daga hafa nemendur slegið í spil og æft sig fyrir félgasvistina  sem  er nú í  fullum gangi í unglingadeildinni. Einbeitingarsvipurinn leynir sér ekki hjá spilafólkinu.

Nánar
16 des'19

Jólaböll í Hlíðaskóla

Jólaböll   Fimmtudagur 19. des Jólaball kl. 19:00- 21:00 fyrir nemendur í 8.- 10. bekk Skyldumæting hjá nemendum, frí á föstudegi í staðinn. Föstudagurinn 20.des Jólaball kl. 10:00- 11:00.  fyrir nemendur í 5. – 7. bekk Nemendur  fara beint heim eftir jólaballið. Nemendur í 1.-4. bekk mæta kl. 11:30. Nemendur mæta í heimastofur og fara…

Nánar