Skip to content

Geðlestin í Hlíðaskóla

Í dag heimsótti Geðlestin unglingadeild skólans. Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Á lífsleiðinni er mjög líklegt að við lendum í mótvind og þurfum jafnvel að leita okkur aðstoðar. Öflug geðrækt frá unga aldri út lífið er besta ráðið til að takast á við þær áskoranir sem lífið færir okkur. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og er styrkt af félags- og heilbrigðisráðuneytinu. Flutt voru uppbyggileg erindi og reynslusögur þar sem nemendur voru hvattir til að leita sér hjálpar ef þeir finndu fyrir vanlíðan. Að lokum var nemendum boðið upp á Stutta tónleika þar sem tónlistamaðurinn MC Gauti gladdi þakklátan hópinn.

Hér má sjá myndbönd  og myndir af atburðinum