Skip to content

Gestakomur í Hlíðaskóla – Covid 19

Vegna sóttvarna í tengslum við COVID 19 viljum við vekja athygli ykkar á því að óundirbúnar gestakomur eru ekki leyfðar í Hlíðaskóla. Þær eru eingöngu takmarkaðar við erindi sem eru mikilvæg til að halda uppi eðlilegu skólastarfi.
Þeir sem eiga erindi þurfa að hafa samband við þann aðila sem hitta á og semja sérstaklega um tíma og hvernig heimsókn skuli háttað.
Þegar í skólann er komið þarf að láta skrifstofu vita í síma: 5525080 og mun starfsmaður koma út og fylgja viðkomandi gesti inn í skólann og á þann stað sem heimsækja á.
Mikilvægt er að gæta vel að tveggja metrar bili milli starfsmanns og gests og spritta hendur um leið og inn í bygginguna er komið.
Þessar sömu reglur gilda einnig um íþróttahús skólans.

Bestu kveðjur,
skólastjórnendur Hlíðaskóla