Skip to content

Gjöf frá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra

Á dögunum fékk Táknmálssvið góða gesti frá Samskiptamiðstöð Heyrnarlausra og heyrnarskertra. Þetta voru þau Kristín Lena Þorvaldsdóttir, Netelina S. Ivanova og Uldis Ozols.

Nemendur sviðsins og skólanum voru gefin veggspjöld með myndum af 33 handformum úr íslensku táknmáli. Þessi veggspjöld eru gjöf til allra leik- og grunnskóla landsins í tilefni af 30 ára afmæli stofnunarinnar. Það var síðan Barnavinafélagið Sumargjöf sem styrkti gerð veggspjaldsins.

Skólinn fékk eitt stórt veggspjald að gjöf sem við munum hengja upp í bókasafni skólans þar sem allir geta fengið aðgang að því.

Allir nemendur á Táknmálssviði fengu veggspjald.

Fyrir hönd Hlíðaskóla þá vonum við að þetta muni gleðja nemendur okkar og að allir njóti góðs af. Það er einnig von Samskiptamiðstöðvar að veggspjaldið kveiki áhuga hjá börnum og unglingum á íslensku táknmáli.