Skip to content

Gleðibankinn

Markmið félags- og tómstundastarfs er að efla félagsþroska nemenda og kynna þeim fjölbreytt tómstundastarf.

Félagsmiðstöðin Gleðibankinn er ein af fimm félagsmiðstöðvum í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ sem starfrækt er af Tjörninni, frístundamiðstöð. Markhópurinn er börn og unglingar í 5.-10.bekk.

Félagsstarf nemenda í 5. – 10. bekk er að mestu skipulagt af félagsstarfskennurum og starfsmönnum Gleðibankans.

Á hverju skólaári er haldin árshátíð fyrir unglinga, nýnemaball, jólaball, og nokkrar aðrar skemmtanir í samstarfi við félagsmiðstöðina. Einnig tekur skólinn þátt í Skrekk. Stjórn nemendafélagsins skipuleggur nokkrar skemmtanir fyrir nemendur á miðstigi í samvinnu við félagsmiðstöðina.

Félagsmiðstöðin vinnur í nánu samstarfi við stjórnendur Hlíðaskóla. Einnig er áhersla lögð á samvinnu við foreldra/forráðamenn í hverfinu. Félagsmiðstöðin er opin öllum þeim sem hafa áhuga á því að kynna sér starfsemi okkar. Félagsmiðstöðin er staðsett í Hlíðaskóla.

Forstöðumaður:
Gunnlaugur Víðir Guðmundsson sími 6955215, netfang: gunnlaugur@rvkfri.is

Aðstoðarforstöðukona:
Anna Margrét Káradóttir, netfang: annamagga@rvkfri.is

Heimasíða Gleðibankans