Skip to content

Gleðibankinn

Félagsstarf unglinga

Markmið félags- og tómstundastarfs er að efla félagsþroska nemenda og kynna þeim fjölbreytt tómstundastarf. Félagsstarf nemenda í 8. – 10. bekk er að mestu skipulagt af félagsstarfskennurum og starfsmönnum félagsmiðstöðvar hverfisins – Gleðibankanum.  Á hverju skólaári er haldin árshátíð fyrir unglinga, nýnemaball, jólaball, og nokkrar aðrar skemmtanir í samstarfi við félagsmiðstöðina Gleðibankann. Einnig tekur skólinn þátt í Skrekk. Stjórn nemendafélagsins skipuleggur nokkrar skemmtanir fyrir nemendur á miðstigi í samvinnu við félagsmiðstöðina.

Nánar um Gleðibankann