Regnbogahátíð
17. maí er alþjóðadagur gegn hinseigin- og transfordómum og varð þess vegna fyrir valinu til þess að halda regnbogahátíð í Hlíðaskóla. 1.-7. bekkur vann verkefni og fékk fræðslu dagana fram að hátíðinni og vann fjölbreytt verkefni um mannréttindi og fjölbreytileika mannlífsins. 17 maí gengu svo börn og starfsfólk Hlíðaskóla hring í hverfinu með fána og skraut og vildu þannig segja umhverfi sínu að í Hlíðaskóla eru allir velkomnir, þegar halarófan kom aftur í skólann fengu krakkarnir frostpinna og skemmtu sér saman á skólalóðinni. Þetta var skemmtilegur dagur sem einkenndist af gleði og vináttu.