Skip to content

Góð gjöf

Í Hlíðaskóla er valfagið „Ferðalög og útivist“ kennt á unglingastigi. Þar fá nemendur að kynnast útivistarperlum í nærumhverfi sínu.

Markmiðið er að gera nemendur sjálfstæða og örugga í að ferðast um höfuðborgarsvæðið á eigin spýtur, fótgangandi, hjólandi eða með strætó.

Því miður hafa ekki allir nemendur aðgang að reiðhjóli og var því ákveðið að leita leiða til að koma upp lager af lánshjólum

Með það að markmiði var haft samband við samtökin Barnaheill, sem hafa staðið fyrir hjólasöfnun síðustu ár til að falast eftir hjólum.

Barnaheill tók beiðni okkar fagnandi og nú á skólinn nokkur hjól sem hægt er að lána þeim sem hafa ekki aðgengi að reiðhjóli.

Með gleði í hjarta fögnum við einu skrefi enn i átt að jafnari stöðu allra nemenda við Hlíðaskóla.

Á myndinni afhendir Þóra Jónsdóttir starfsmaður Barnaheilla Helgu Snæbjörnsdóttur, kennara í Hlíðaskóla hjólin.