Skip to content

Góður árangur í skák

 

Skáksveit Hlíðaskóla hlaut silfurverðlaun á Grunnskólamóti Reykjavíkur í skák, sem fram fór í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur í síðustu viku.

Mótið var vel sótt og var Hlíðaskóli í toppbaráttunni allan tímann. Ölduselsskóli endaði að lokum í efsta sæti, Hlíðaskóli í öðru og Laugarlækjarskóli í því þriðja. Miklar framfarir og aukinn skákáhugi hefur verið meðal nemenda Hlíðaskóla á undanförnum árum. Eins og kunnugt er hlaut Hlíðaskóli  gullverðlaun á Jólaskákmóti grunnskólanna fyrr í vetur. Liðsmenn skólans á skákmótinu að þessu sinni voru Árni, Róbert, Katla og Sölvi í 9. bekk og Ingvar Wu í 7. bekk. Sá síðastnefndi, Ingvar Wu, tekur um komandi helgi þátt í Norðurlandamóti í skólaskák í Danmörku. Keppnin er einstaklingskeppni þar sem sterkustu skákmeisturum hvers lands er boðið að tefla gegn fulltrúum hinna Norðurlandanna.