Hagnýtar upplýsingar
Hagnýtar upplýsingar um skólastarfið
Hlíðaskóli
Skrifstofa skólans er opin frá 7:30 - 14:30
411 6650
Netfang
Heimilisfang
Hamrahlíð 2, 105 Reykjavík
Frístundaheimilið Eldflaugin
Forstöðukona er Unnur Tómasdóttir
Sími
411 5561
Heimasíða
Frístundaheimilið Gleðibankinn
Forstöðumaður er Gunnlaugur Víðir Guðmundsson
gunnlaugur@rvkfri.is
Sími
695 5215
Heimasíða
Forföll nemenda
Forföll nemenda ber að tilkynna strax að morgni. Tilkynna þarf forföll daglega. Foreldrar/forráðamenn geta skráð veikindi barna sinna í gegnum Mentor.
Leyfi nemenda
Lengri leyfi nemenda á starfstíma skóla eru alfarið á ábyrgð foreldra. Óski foreldrar eftir leyfi fyrir barn sitt einn til fimm daga þarf að fylla út þar til gert form sem finna má hér, á
heimasíðu skólans og einnig á skrifstofu. Skólastjórnandi þarf að samþykkja leyfið. Ef óskað er eftir leyfi fyrir nemanda lengur en í eina viku er umsóknin tekin til umfjöllunar innan skólans og tekin ákvörðun um hvort skólastjórnendur geti fallist á undanþágubeiðnina. Leyfi nemenda á skólatíma er ávallt á ábyrgð foreldra sem þurfa að gæta að því að barn þeirra vinni upp þá þætti sem það hefur misst úr náminu á meðan á leyfi stóð. Allar upplýsingar varðandi mætingar nemenda eru skráðar í Mentor og þar með aðgengilegar
foreldrum/forráðamönnum. Einnig eru upplýsingar um ástundun nemenda sendar út vikulega frá skrifstofu skólans.
Forföll kennara
Skólinn leggur sig fram um að fá afleysingarkennara þegar um forföll kennara er að ræða. Allt kapp er lagt á að fá afleysingu en í þeim tilvikum þar sem það ekki tekst, þá getur það komið fyrir að nemendur á unglingstigi fari fyrr heim.
Þegar koma þarf á áríðandi skilaboðum áleiðis er þeim komið á framfæri við skrifstofu (411 6650) sem kemur þeim áfram til hlutaðeigandi aðila. Allar nánari upplýsingar má finna í
samskiptareglum heimila og skólans.
Nemendur í 1. til 7. bekk fara út í frímínútum og eiga að vera á skólalóð. Starfsmenn skólans sjá um gæslu á skólalóð og vinaliðar leiða leiki fjóra morgna í viku. Hlutverk starfsmanna er að vera nemendum til halds og trausts og leysa ágreining ef upp kemur. Nemendur í 8. til 10. bekk ráða hvort þeir fara út eða eru inni í frímínútum.
Vinaliðaverkefni er norskt að uppruna en Árskóli á Sauðárkróki sér um innleiðingu á Íslandi.
Markmið Vinaliðaverkefnisins
Jákvæðni og vellíðan
- Aðalmarkmið Vinaliðaverkefnisins er að vinna gegn einelti með því að bjóða upp á jákvæða afþreyingu á skólalóðinni í frímínútum.
- Hreyfing nemenda eykst ef fjölbreytt úrval leikja er á skólalóðinni, færri eru alveg óvirkir.
- Við viljum að öllum nemendum líði vel í sínum skóla og taki þátt með jákvæðni í að gera skólann sinn enn betri en hann er.
- Nemendur sem takast á við hlutverk Vinaliða fá frábæra leiðtogaþjálfun í gegnum hlutverkið.
Sjá nánar á heimasíðu Vinaliða.
Mötuneyti skólans sér nemendum og starfsmönnum fyrir mat í hádeginu gegn greiðslu.
Æskilegt er að allir nemendur komi með hollt og gott morgunnesti að heiman og áhersla er lögð á að nemendur í 1.-7. bekk komi umbúðalaust nesti.
Áður en kennsla hefst að morgni eiga allir nemendur kost á heitum hafragraut og mjólk í matsal skólans og er hann framreiddur frá klukkan 8:00 til 8:25.
Nemendum í 8 -10. bekkjum býðst einnig hafragrautur í löngu frímínútum klukkan 9:50–10:10.
Grauturinn er í boði skólans.
Um hádegisbil er gert hlé á kennslu nemenda og allir nemendur skólans eiga þess kost aðkaupa heitan mat í skólanum gegn fastri áskrift. Áskriftin gildir frá hausti en óski foreldrareftir að börn þeirra hætti í mat þarf tilkynning þar um að berast með mánaðar fyrirvara til skrifstofustjóra skólans. Matseðillinn er gefinn út mánaðarlega og birtist á heimasíðu skólans.
Söngleikir á yngsta- og miðstigi
Undanfarin ár hefur Hlíðaskóli þróað og unnið eftir hugmyndum um samþættingu listgreina. Í yngri deildum hefur samþættingin einkum falist í uppsetningu á árlegum söngleikjum þar sem
ýmsar listgreinar fléttast inn í tónmennt. Æft er í tónmenntatímum, bæði í bekkjarstofu og á samkomusal skólans. Söngleikir byggjast á samvinnu tónmenntakennara og bekkjarkennara.
Fyrirkomulag söngleikja í 1. – 7. bekk:
Á haustönn ár hvert eru settir upp söngleikir í 2. – 7. bekk undir stjórn tónmenntakennara. Nemendur í 1. bekk bíða hins vegar fram til vorannar með sína söngleiki. Í söngleikjum er unnið með söng, hljóðfæraleik, leiklist, sviðsmynd, dans og búninga. Foreldrum
og systkinum viðkomandi nemenda er boðið að koma á bekkjarskemmtanirnar sem segja má að séu eins konar uppskeruhátíðir. Foreldrar koma með kræsingar á sameiginlegt hlaðborð svo úr verður veisla fyrir öll skilningarvitin.
Verkefni:
Söngleikur í 1. bekk: Rauðhetta.
Söngleikur í 2. bekk: Dimmalimm.
Söngleikur í 3. bekk: Öskubuska.
Söngleikur í 4. bekk: Mjallhvít og dvergarnir ( tala dverganna er mjög breytileg og fer eftir fjölda nemenda í viðkomandi bekkjardeild hverju sinni).
Söngleikur í 5. bekk: Kardimommubærinn.
Söngleikur í 6. bekk: Gosi og félagar.
Söngleikur í 7. bekk: Úr fortíð til framtíðar.
Í gegnum vinnu við söngleik fá nemendur margvíslega þjálfun s.s. í söng og raddbeitingu, hljóðfæraleik, hreyfingu, hlustun, sköpun, munnlegri túlkun og sviðsframkomu.
Söngleikir byggjast mikið á samvinnu nemenda. Þar þurfa þeir að taka tillit hver til annars og sýna þolinmæði og umburðarlyndi. Í söngleik hafa allir mikilvægt hlutverk, allir eru þátttakendur og hlekkir í mikilvægu ferli.
Aðventuhátíð
Á aðventunni er efnt til sannkallaðrar aðventugleði í skólanum. Nemendur skreyta stofur sínar að morgni dags með bekkjakennara sínum og sérstök áhersla er lögð á að skreyta hurðir fallega enda von á gestum! Eftir löngu frímínútur er veisla í bekkjarstofunum þar sem boðið er upp á heitt súkkulaði með rjóma og dýrindis smákökur. Þessu næst er opið hús hjá öllum
bekkjardeildum, nemendur skiptast á heimsóknum, kynnast nýju fólki og í mörgum
kennslustofum er boðið upp léttar þrautir, glens og grín. Eftir hádegismat hefst hefðbundin kennsla.
Árshátíð unglingadeildar
Á hverjum vetri er haldin árshátíð unglingadeildar í samvinnu við Gleðibankann. Dagurinn hefst á íþróttamóti í þriðju kennslustund til hádegis en eftir það fara nemendur heim og undirbúa sig fyrir kvöldið.
Árshátíðin stendur yfir frá kl. 18.30 – 23.00.
Dagur eineltis
Nemendur í öllum árgöngum vinna verkefni sem tengjast baráttu gegn einelti.
Dagur íslenskrar tungu
Degi íslenskrar tungu er fagnað 16. nóvember eða nálægt þeim degi ef hann lendir á helgi. Í öllum árgöngum er verkefnavinna sem tengist íslenskri tungu.
Dagur íslenska táknmálsins
Táknmálsdagurinn er haldinn í kringum 11. febrúar. Markmiðið með deginum er að efla táknmálið og táknmálsumhverfið.
Hundraðdagahátíð í 1. bekk
Fyrsta daginn í 1. bekk er hafist handa við að telja rör fyrir hvern dag sem börning eru í skólanum. Þegar rörin eru orðin hundrað er haldin hátíð þar sem unnið er með töluna 100.
"Skipulagsdagur" að hausti með nemendum
Fyrsta skóladag nemenda er skipulagsdagur með nemendum. Umsjónarkennari, með aðstoðarkennara, er með hópinn sinn allan daginn. Skólabragurinn er mótaður á þessum degi.
Verkefni dagsins getur verið að:að útbúa bekkjarreglur
- fara yfir námstækni
- fara yfir reglur á göngum
- fara yfir reglur í fatahengi
- fara yfir reglur í matsal
- þjálfa það að ganga í röð
- þjálfa yndislestur, fá bækur, umgengni um bækur, hvernig er lestrarstund.
- rifja upp vinabekki, vinna verkefni með vinabekkjum
Nemendur í 1. – 4. bekk sem búa í Suðurhlíðum eiga kost á akstri til og frá skóla. Skólabíllinn
er á ferðinni um klukkan 8:00 að morgni.
Sundkennsla fer fram í Sundhöll Reykjavíkur og Laugardalslaug. Nemendum er séð fyrir akstri báðar leiðir.