Skip to content

Heimsókn í Hlíðaskóla

Hlíðaskóli hefur tekið að sér að vera leiðandi á sviði leiðsagnarnáms ásamt þremur öðrum skólum í Reykjavík. Nokkrir fulltrúar Hlíðaskóla fóru í skólaheimsóknir til London fyrr á skólaárinu til að kynna sér kennsluaðferðir tengdar leiðsagnarnámi og skoðuðu meðal annars Ardleigh Green Junior School  í London sem hefur verið metinn framúrskarandi skóli síðan árið 1999 af matsstofnun á vegum breska menntamálaráðuneytisins. Síðustu ár hefur skólinn verið talinn í hópi 10% bestu skóli í Bretlandi. Mr. John Morris skólastjóri Ardleign Green Junior School tók á móti hópnum frá skólunum fjórum fyrr á skólaárinu. Þann 20. febrúar síðast liðinn heimsótti hann síðan starfsfólk og nemendur Hlíðaskóla og dvaldi í skólanum allan þann dag. Heimsóknin var í alla staði fræðandi og skemmtileg og verður lengi í minnum höfð.