Skip to content

Viðurkenning fyrir meistaraverkefni

Rakel Guðmundsdóttir umsjónarkennari í Hlíðaskóla, fékk á dögunum  viðurkenningu fyrir  meistaraverkefnið Undir regnboganum – fyrstu skref trans barns í nýju kynhlutverki innan grunnskólans, sem unnið var við deild menntunar – og margbreytileika í Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á reynslu foreldra og skólasamfélags af því að styðja barn í gegnum það ferli að lifa samkvæmt öðru kynhlutverki en því var úthlutað við fæðingu.