Skip to content

Íslenskuverðlaun unga fólksins

Þrír nemendur úr Hlíðaskóla, þau Elísa Huld Stefánsdóttir 10.bekk, Höskuldur Tinni Einarsson 7.bekk og Mateusz Patryk Damrat 4.bekk, voru  tilnefndir til íslenskuverðlauna unga fólksins í bókmenntaborginni Reykjavík 2019. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Laugardaginn 16. nóvember, á Degi íslenskrar tungu, veittu nemendurnir viðurkenningu viðtöku við hátíðlega athöfn í Norðurljósasal Hörpu. Við óskum þeim innilega til hamingju.